Færsluflokkur: Bloggar
22.7.2008 | 10:30
Í garðinum hjá ömmu og afa
Hvað er betra en vera ungur og ör???? Þarna eru Gunnar og Inga í forgrunni, Davíð upp í reynitré og Eymundur Ás í baksýn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 20:45
Góðviðris dagar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2008 | 23:55
Ótrúlegt afrek!
Tókst að synda yfir Ermarsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.7.2008 kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2008 | 13:21
Hesta-Bjarni?
Tamningafólkið í Saurbæ skrapp í rekstur fram í Goðdali í gærkvöldi. Tengdapabbi fór með til að þjálfa gangnahesta sína. Hér ríður hann Glófaxa og hefur Sokka gamla til reiðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 21:23
Minna er meira
Þegar fjölskyldan er sameinuð á ný var ákveðið að fara í ferðalag. Mesti óþarfi að fara langt til að skemmta sér vel. Þær Hrefna og Alma voru í krúttlegri hestaferð um fjöll og firnindi austan Akureyrar (ef að allt hefði verið á áætlun hefðum við hjónakornin ugglaust verið með í ferðinni) en þess í stað mæltum við okkur mót í Fnjóskadal í gærkvöldi. Grilluðum inn í skógarrjóðri og höfðum það huggulegt og uppfylltum langþráðan draum barnanna um lautarferð. Fátt getur toppað lautarferð með grilli staðhæfði Eymundur Ás og það er alveg rétt hjá honum. Áttum ljómandi kvöldstund, með skaðbrenndum reiðkonum vindanna og fjölskyldum þeirra. En fyrst var farið í sund á Illugastöðum, allir nema ég auðvitað. Mig dreymir um að vera í bústað á Illugastöðum seinnipart sumars og tína ber Þingeyinga:-)Þegar allir stóðu á blístri og sólin var farin bak við fjöllin héldu reiðkonurnar sólbrunnu í tjaldið sitt, karlar heim með börn og ungling en við fórum hinsvegar enn austar og gistum á hótel Eddu á Stórutjörnum. Það var ekki lítið spennandi fannst Eymundi Ás sem rak ekki minni til að hafa áður gist á hóteli. Þar sváfum við sætt og vært og morgunhaninn vakti okkur óvenju seint eða um hálf níu. Kíktum á Goðafoss, Eymundur var jafn hrifinn og harðasti umhverfisverndarsinni og taldi sig jafnvel hafa séð glitta í eitt goð undir fossinum. Áttum lúxus kvöld hér í túninu og heimasætan lék við hvern sinn fingur og fór kollhnís, aftur og aftur aftur..Á morgun er svo brulllaup hennar Sollu og hans Sigga; hóglífinu er hvergi nærri lokið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.7.2008 | 23:19
Nú er ég komin norður í land
Gat ekki stillt mig um að skella inn svo sem einni færslu þó ég sé sólbrunnin, vegmóð og veðurbarin eftir landsmótsferð á suðurland. Ég hafði það svo ótrúlega gott hjá heiðurshjónunum Guggu og Hreini. Oddi er höfuðból að fornu og nýju og rifjaðist upp fyrir mér gamalgróinn rígur milli foreldra minna um "hvorir séu betri" Oddaverjar eða Ásbirningar. Hef örugglega einhvern tíma bloggað um það stórskemmtilega ágreiningsmál gömlu hjónanna. Gugga er ótrúlegur töffari, skellti sér í hópreiðina á setningu landsmótsins (óvenju fáir skiptu um hestamannafélag á þessu landsmóti, hahaha..) og það sem meira var, henni tókst að halda athygli rallhálfra hestamanna með athyglisbrest á háu stigi með skemmtilegri hugvekju. Hitti marga vini og kunningja sá mörg voðalega fín hross og er mjög ánægð með frammistöðu Tótans (fyrir utan að hann gat ekki unnið þessa bíldruslu sem ég var í huganum farin snattast á, en þar sem ég er atvinnumanneskja í að fyrirgefa eins og einhver sagði, þá erfi ég það ekkert við kallinn). Tóti varð þriðji í A-flokki gæðinga með Tind frá Varmalæk og stóð sig ágætlega með hin hrossin sem hann sýndi og keppti á. Ef að ég hefði verið spurð álits þá hefði mér ekki fundist neitt að því að hann fengi verðlaun fyrir prúðmannlega reiðmennsku. Enn ég var sem sagt ekki spurð.Svo er ég bísna ánægð með sjálfa mig eftir að keyrt norður á Hvammstanga með RISA hjólhýsi í eftirdragi. Axlirnar á mér numu við eyru langleiðina upp í Borgarfjörð en eftir það fór ég slakna. Oft var löng runa af bílum á eftir mér og ég var næstum eins og Bessi Bjarna í útvarp umferðaráð um árið, hann var lestarstjóri og hleypti engum fram úr. Krakkarnir virðast hafa haft gott af aðskilnaði við foreldra sína. Eymundur Ás er alsæll, hann sá Kunfú Pöndu í bíó: Mamma; ég dó næstum úr hlátri, hún var svo fyndin!! Á laugardaginn fóru Siggurnar með unga manninn í Kringluna og hafa sennilega keypt allt sem honum datt í hug að biðja um, óháð notagildi og/eða hollustu. T.d. vissi ég ekki að sleikjó með blikkljósi væri til (?) Sannkallað þarfaþing. Orðaforði Þórgunnar hefur aukist mjög. Hún talar gullaldar íslensku eftir samvistir við ömmu og afa í Tungu undanfarnar vikur og er miklu líkari eldri borgara en leikskólabarni í tali.Góða nótt...
Til vinstri er Tóti í verðlauna afhendingu á Þóru Þokudóttur í flokki fimm vetra hryssna. Rósa og Bergur eru hrossaræktendur sem fara ekki alltaf troðnar slóðir og þau áttu þessa fínu meri, Heklu setna af Bjarna Jónassyni.
Bloggar | Breytt 9.7.2008 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2008 | 10:01
Seinni hálfleikur byrjar senn
Góða helgi öllsömul...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2008 | 20:02
Fátt er svo með öllu illt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 11:40
Einbjörn, tvíbjörn og þríbjörn..
Hvítabjörn á Skaga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2008 | 22:08
Tíminn líður, tíminn bíður..
Krakkakrúttin okkar vilja ekki sofna. Ekki skrítið því að þau fóru seint að sofa bæði föstudags- og laugardagskvöld. Félagslegri þörf minni var fullnægt bærilega um helgina. Inga Heiða skemmtilega frænka mín kom á föstudaginn og gladdi mitt geð, við fengum ljómandi skemmtileg hjón í mat um kvöldið og svo skelltum við okkur með tengdó á sumarhátíð Þroskahjálpar á laugardagskvöld. Systkinin skemmtu sér ótrúlega vel, hoppuðu á trapólíni og létu öllum illum látum. Vorum svo í gamla Lýdó í dag, í vellystingum, lambalæri hjá tengdó og afmæliskaffi í sumarbústaðnum í Saurbæ. Húsbóndinn ber þess nokkurt merki að landsmót hestamanna hefst eftir viku. Ég kalla einkennin hestaeinhverfu eða keppnisathyglisbrest með þjálfunarofvirkni. En svona þarf fólk víst að vera til þess að ná árangri í íþróttum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)