Færsluflokkur: Bloggar

Vinna hjá Domino´s?

Það var pitsa í kvöldmatinn í túninu. Eymundur Ás var stórhrifinn og sagði: Mamma, þetta er æðisleg pitsa, þú gætir örugglega fengið vinnu hjá Domino´s. Það er nefnilega það.

Það er ekkert annað!!!

Ekki átti ég von á þessu, þvílíkur árangur! Pabbi er einn heima og ég þori ekki að hringja til að athuga hvort að hjartað hefur þolað álagið.
mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágúst að áliðnum slætti

Lífið gengur sinn gang, dagar koma og fara og nóg að gera í túninu. Börnin orðin haustleg með hor í nös. Eymundur Ás fékk að vera heima í dag af þeim sökum en þykist þó fullfrískur til að spila tölvuleiki. Hmmmm???
Var mikið að vinna um helgina og fór á stórgóða Hólahátíð á sunnudag. Þar hitti ég eitt af uppáhaldsskáldum mínum Matthías Jó og umdeildasta bloggara landsins þessa dagana.
Skrapp til hennar Reykjavíkur í gær og gerði ágætan túr, fór á Skóda bifreiðinni vegna okurverðs á eldsneyti. Skódinn er ekkert sérlega kraftmikill og þótti Árna ferðafélaga mínum förin sækjast hægt og spurði ítrekað: Getur ekki keyrt hraðar??? Ég og Skódi erum sammála um að 80 km hraði sé mátulegur, þá er t.d. ekki svo mikið veghljóð að hægt er að hlusta á útvarpið og eyðslan í lægri mörkum.

Kisan komin

Íbúum í túninu hefur fjölgað um einn. Bröndóttur högni bættist í kompaníið. Hann er eins og Gullbrá í sögunni, búin að prófa öll rúmin í húsinu.
Einkasonurinn er orðin stoltur skólatösku eigandi eftir vellukkaða menningarferð til Akureyrar ásamt fríðu föruneyti. Annars eru endalaus hátíðahöld í Skagafirði um helgina, Sveitasæla og Hólahátíð.

Ber allt árið

Var það ekki titill á einni bókinni hennar Helgu Sig?
Fórum í ber á æskuslóðir Siffu, þar sem smjörið drýpur af hverju strái. Halla (sem er engin venjuleg amma) á Steini á fjórhjól sem bar okkur lengst upp í Tindastólinn. Þessa var frábær eftirmiðdagur, yndislegt veður, skemmtilegt fólk og nóg af berjum. Ég er vís með að sjóða sultu og ef ekki þá verður KEA skyrið hátíðamatur með aðalbláberjum og rjóma.

Fiskinn minn, namminamminamm..

Röggi organisti fór út í Drangey með Jóni jarli og veiddi fullt af þorski á heimleiðinni. Gaf mér nokkur stykki í poka og ég er enn að jafna mig eftir að slægja og afhausa skepurnar með bitlausa hnífnum mínum. Þykist nokkuð vön að hantera bleikju úr Vötnunum en þessi þorskar voru mörg kíló hver, sleipari en allt og létu illa að stjórn. En þeir eru komnir í frost og lenda von bráðar í pottinum eða grillinu. Segið svo að ég sé ekki hagsýn húsmóðir.

Allt er að færast í eðlilegt horf

Fólk í kringum mig er að tínast heim eins og ær að hausti. Ekki veit ég hvaða söngva Heimismenn hafa sungið fyrir rússana, en það var eins og við manninn mælt, allt logar í ófriði þar austur frá eftir yfirreið Heimis. En Einsi er kominn heim með hana Írsolgu heilu og höldnu. Tótinn minn lendir í fyrramáli eftir afslöppunarhelgi vestan hafs. Afkvæmin eru byrjuð í leikskóla og frístundaheimili. Ásnum leist afbragðs vel á Árvistina og heimasætan að fara á stóru krakkadeild. Nú væri lag að komast í berjamó, er að leggja drög að berjaferð út á Reykjaströnd.Gunna Jóns, hin eina sanna, stórsöngkona og vinkona mína nánast frá degi eitt, á afmæli á morgun. Til hamingju með daginn elskan...

Guðrún Helga

 


Líf og fjör á Króknum

Nú er bæinn fullur af ungum fótboltamönnum og fjölskyldum þeirra. 116 lið skráð á Króksmótið, þannig að íbúafjöldi bæjarins er eflaust meir en tvöfaldur þessa helgina. Enginn fiskur eða gleðigöngur, bara fótbolti og aftur fótbolti. Ætla fram í sveit að hitta gamlar vinkonur (nei, ég veit, þið eruð ekkert gamlar).

Aftur heima

Urrrrrrrr.. fátt er meira pirrandi en týna nýritaðri bloggfærslu eitthvurt út í bláinn.. en hún var í grófum dráttum um það að ég er komin heim, við fengum frábært veður í bústaðnum, ég er sólbrún (brunnin öllu heldur), ég er farin að vinna, ég er búin að týna dagbókinni minni, vona að ég klikki ekki á neinum athöfnum af þeim sökum, ég er hölt og Tóti er búin að taka KÖTT í fósturWoundering

 Hafið það gott, mússí-mú...

Í Munu með Siggu Pálma

   


Frumburðurinn

Stóri strákurinn minn á fullri ferð. Við ætlum að mjaka okkur suður á bóginn á morgun og fara um helgina í bústað sem er ótrúlega spennandi fyrir unga sem eldri. "Ef að rignir leikum við okkur inni, púslum og þannig" segir hann Eymundur Ás sem byrjar eftir mánuð í skóla. 
Sumar 20-07 2008 011

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband