Færsluflokkur: Bloggar

Skrafað og skrifað

Dagarnir eru margvíslegir hjá mér um þessar mundir, öll flóran af athöfnum og uppákomur af ýmsum toga. Í gær var ég í stórmerkilegu afmæli kristniboðsfélagsins Frækornsins í Hegranesi. Það er 50 ára gamalt og eina sinnar tegundar á landsbyggðinni. Í dag komu um 90 börn í safnaðarheimilið í upphafi kirkjustarfsins. Sem betur fer í tveimur hollum.

Góðu heilli tók saumaklúbburinn ógurlegi til starfa í vikunni eftir sumarfrí. Í þessum saumó er borðað ótæpilega af hefðbundnum saumaklúbbsmat og mikið hlegið. Það sleppur til því við höfum leikfimikennara innan okkar raða sem sér um að þjálfa þær sem eru í nágrenni Varmahlíðar city. Við hinar sem vinnum og búum hér í Króknum verðum að reyna að standa saman og mæta, leiðbeinendalausar, í Þreksport. Í tilefni af því skal ég fara í þreksport kl.11.30 stundvíslega í fyrramálið í kompaníi við saumaklúbbsvinkonur mínar. Líklega verð ég að sýna skilríki, því að þangað hef ég ekki komið í næstum hálft ár, segi og skrifa. Reyndar búin að vera með læknisvottorð en sama er..

Við Tóti búum nú til samsæriskenningu um au pair stúlkan hafi stungið af til Evrópu þegar að hún fékk vísað sitt, en hún átti að geta nálgast vegabréfsáritunina í síðustu viku. Bregður svo við að ekkert heyrist frá henni síðan. Nema hún hafi guggnað.    

Í næstu viku er fyrsta bekkjaafmæli prinsins á heimilinu. Hann ætlar móður sinni að bjóða upp á fjölbreyttar kræsingar m.a, pizzusnúða, kornflexkökur, cerioskökur, norskar súkkulaðikökur auk afmælistertu. Verð sem sagt bak við eldavélina næstu daga (vona að mamma lesi þessa færslu og hafi enn ábyrgðarkennd gagnvart dóttur sinni). Góða nótt elskurnar mínar og dreymi ykkur vel.


Oft má satt kyrrt liggja

Ég hefði reynt að gleyma þessu í Helga sporum.
mbl.is Hljóðritaði fund, falinn undir borði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nostradamus er ekkert merkilegri en ég..

Skrítið með þetta kattardýr, það er eins og hann hafi ákveðnar ranghugmyndir um stöðu sína á heimilinu..

Þórgunnur & Nostri

 Nú er hann búinn að koma sér vel fyrir í rúminu hjá heimasætunni sem sefur á sínu græna eyra..


Aftur í túninu heima

Maður rétt bregður sér af bæ og allt verður brjálað í athugasemdum, hmmhmmm..
Gott að vera komin heim út borg óttans. Þetta var rosaleg ferð skal ég segja ykkur, mæðginaferð af bestu gerð. Fyrst var að fara á greinarstöðina. Ein mesta raun foreldra fatlaðra barna er ekki að díla við TR, nei. Það er að finna Greiningarstöðina. Stafsmenn Kópavogsbæjar ákváðu að grafa allar leiðir sem ligga að GRR í sundur. Nema leiðina í gegnum bílastæðahúsið í Hamraborg og þvílík völundarhús, sem sú bygging er! Í fjóru tilraun tókst okkur að komast í gegn. Öll hár snéru öfug á mér, því að bílastæðahúsið hefur 2 m lofthæð á stórum köflum en bíllinn okkar einmitt 196 cm hár og þó við séum góð í stærðfræði ég og Ásinn, þá átti ég alltaf von á að skrapa toppinn og/eða festa bílinn en það kom sem betur fer ekki til.
Í dag hitti ég lækningamennina og borgaði offjár fyrir nýtt gler öðru megin í gleraugun mín. Fékk fína skoðun, enda ímynd heilbrigðis og almennrar hreysti (hóst, hóst).

Blekkjandi linsur

thorarinnogfru 1 Skoða stundum hestamiðlana til að vera samræðuhæf í bransanum (eða reyna að láta líta út fyrir að ég sé það). Rakst ég þá ekki á þessa mynd af okkur hjónum sem er svo skemmtilega tekin að að Tóti lítur út fyrir að vera mikill maður vexti og ég mun nettari en ég er í raun og veru. Svona geta myndir verið blekkjandi. Ég bið ljósmyndarann afsökunar á að stela frá honum myndinni.

Heim á ný

Átti skemmtilega dvöl með tilvonandi fermingarbörnum í Vatnaskógi frá mánudegi til föstudags. Það er eins og að vera í mat hjá mömmu, heitur matur tvisvar á dag og ávallt nýbakað með kaffinu. Öll með tölu (52) stóðu sig vel áhugasöm og glöð eins og börn eiga að vera. Örfá fengu heimþrá og önnur væg gelgjuköst. Það er líka alveg eins og það á að vera og partur af að vera 13 ára. Ekkert fyllir mig eins mikilli trú á framtíð íslensku þjóðarinnar og fá að kynnast æsku Skagafjarðar af eigin raun.
Var í dag við útför gamla biskupsins, Herra Sigurbjörns Einarssonar, fyrir þeim manni bar ég óendanlega virðingu. Blessuð sé minning hans.

Aumingja mamma

Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að eiga mörg barnabörn. Í dag sameinast bændur og búalið í Tungu í smalamennsku en þar sem búaliðið á slatta af krökkum sem enn eru of lítil fyrir smalamennskur er blessuð móðir mín heima með 6 börn fædd 2002 og síðar. Ég missi af öllu fjörinu, enda með vottorð upp á að ég geti ekki smalað.

Góðar og blessaðar tíðir

Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar þessir ólympíuleikahandboltadagar. Ég er nefnilega mjög lítið gefin fyrir keppisíþróttir. En nú eru silfurdrengirnir gullslegnu komnir heim og búnir að fá fálkaorðuna og þjóðin búin að þurrka sér í alla vasaklúta sem til voru. Held að ég sé í liði með Kolbrúnu Bergþórs, mér finnst fótbolti miklu skemmtilegri og viðráðanlegri en handbolti. Ætli þetta sé ekki af því að enginn handbolti tíðkaðist í Akraskóla í denn?

Sitt af hvoru tagi

Þori varla að fara að sofa því kattardýr heimilis breyttist í grimmt ljón í gærkvöldi og gekk berserksgang alla nóttina í þvottahúsinu. Gaf engar skýringar á þessu háttarlagi og var hvorki vatns eða matarlaus.
Fyrsti skóladagurinn að baki, prinsinn á heimilinu er ánægður með skólagönguna enn sem komið er. Ekki síst að hitta Dóru sína, stuðningsfulltrúa allra stuðningsfulltrúa. Mannauðurinn í Dóru er ómetanlegur.
Enn ætlar Tóti minn (ég tjái honum hér með ást mína eins og Ásdís Rán gerði svo tekið var eftir) að renna nokkrum gobbum í dóm, síðsumar sýning á morgun og hinn. Alltaf eitthvað verið að brasa hér í túninu heima.

Í austurvegi

IMG 0152Skelltum okkur á Borgarfjörð eystri um helgina. Þar var allt að róast, engin Bræðsla eða Álfaborgarsjens. Þangað ætla ég aftur, helst í gönguferð með vinkonum mínum og Tóta datt í hug að fara í hestaferð en mér finnst vegurinn yfir Vatnsskarð ekki svo æðislegur að mig langi að vera með hesta í kerru aftan í bílnum.

Þarna erum við á leið í Breiðuvík, líklega upp á Gagnheiði. Sem betur fer var þoka, því að vegurinn var verulega brattur og beyjurnar það krappar að stundum þurfti að bakka til að ná þeim. En þokan fór um leið og við komum niður í Breiðuvíkina og þaðan fórum við yfir Víknaheiði og aftur til Borgarfjarðar. Eigum Loðmundarfjörð til góða. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband