Færsluflokkur: Bloggar

Veislan er búin

Ég hef ekki upplifað aðra eins daga og undanfarið enda ung að árum og lítt lífsreynd. Það merkilega í þessu öllu saman er að allt sæmilega hugsandi fólk, sem kann undirstöðu atriði í reikningi var búið að sjá þetta fyrir. Vinna ekki 80 hagfræðingar hjá Seðlabankanum?? Mér finnst frekar óhugnarleg tilhugsun að þurfa að treysta fjármálaeftirlitinu fyrir þjóðarskútunni, er ekki alveg að treysta þeim gaurum sem þar sitja. Ef ég man rétt þá hafa þeir ekki gert annað s.l. mánuði en að reyna að kjafta upp traust á bankana, sem ekki var mikil innistæða fyrir. En hvað um það. Ég ætti ekki að vera að gaspra um það sem ég hef ekki vit á. Hitt er ég þó þakklát fyrir að ekki var búið að leggja niður Íbúðalánasjóð eins og íhaldið vildi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það voru blessaðir framsóknarmennirnir sem náðu að koma í veg fyrir það. Svo ætla Rússarnir að vera rausnarlegir og lána okkur, takk fyrir það.
mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég farin

til London.
Góðar stundir.

Vakna nú mín Þyrnirós..

Jæja, það er aldeilis gott að fólk er vakna upp af Þyrnirósarsvefninum. Hvaða aðgerðum skyldum við skattpíndur og vaxtahokinn pöpullinn eiga von á?
mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róleg helgi að baki og fjörug framundan

Ég tek engri tilsögn og hvíldi mig um helgina. Í dag var æsilegt kökuboð í tilefni af 9 ára afmæli hinnar elskuðu og dáðu Ingu Einarsdóttur en systkinin í túninu sjá ekki sólina fyrir frænku sinni. Synd að það komu ekki 20 manns í viðbót, því að Írolska undirbjó veilsu fyrir 50 manns.
Messaði í kvöld með Sigga vini mínum presti á Sigló, hann kom með kórinn sinn í messuheimsókn á Krókinn. Ekki góð hugmynd að drekka kaffi og borða marsipantertu kl.21.30. Verð sennilega vakandi fram eftir öllu. Hlakka til að fá Tótann minn heim á morgun og get látið mig fara að hlakka til stíga á skipsfjöl og sigla til Lundúna á fimmtudaginn, júhú.. (já eða fljúga réttara sagt). Margþætt spenna í gangi; t.d. að prófa nýjan Staðarskála, skoða West Minister Abbey, fara á Queen-show..

Laufskála(réttar)hátíðahöld framundan

IMG 0058Jæja, enn komið að Laufskálarétt. Ég er svo sem ekki sú spenntasta yfir þeim stór (eða stóð) viðburði. Tóti skrapp til Svíanna. Held að hann hljóti að hafa gleymt að biðja mig að hleypa Ester fyrir sig á föstudagskvöldið? Hann getur verið svo utan við sig. Hann mundi þó eftir að biðja mig að sölusýna einn jálk á morgun, skyldi mér takast að muna eftir því? Tvennt er í stöðunni: a) að vera fram á Kjálka á Hótel Ma&Pa Inn um helgina, b) láta glepjast af heimsins glaumi og faria á ball með stelpunum. Hvað finnst þér?

Meiri óhugnaður en orð fá lýst

Mér finnst þessar hræðilegu fréttir frá Finnlandi svo óraunverulegar að þetta hljóti bara að vera tekið upp úr sakamálasögu. Mikið óskaplega hefur maðurinn verið veikur og liðið illa. Guði sé lof fyrir hvern venjulegan dag án heimsendis.
mbl.is Ódæðismaðurinn hringdi í vin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisdagur að kvöldi kominn

Þá er afmælisbarnið svifið inn í draumalandið eftir skemmtilegan dag. Bekkjarfélagarnir færðu honum ógrynni af spennandi legodóti sem fékk sannarlega vel í kramið. Það er gaman að þessu öll saman

Ég er ekki venjuleg

Mig hefur svo sem lengi grunað að ég væri ekki venjuleg. Hóst, hóst.. Nema ég sé síbrotamaður? Ég hef allavega styrkt ríkissjóð með mali í farsíma á þessu ári.
mbl.is Hætt að elta venjulega Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnaldur rambar á barmi heimsfrægðar

Eitt af því jákvæða við haustið, að þá styttist í nýja bók eftir Arnald.
mbl.is Arnaldur í The Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnir

Frá því ég man eftir mér hef ég verið aðdáandi Bergþóru Árnadóttur. Gladdist ég því mjög þegar Eyvi útsetti lög hennar og fékk marga frábæra flytjendur til að syngja inn á disk. Mannbætandi tónlist.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband