Færsluflokkur: Bloggar

Þó kuldinn næði um daladætur..

Ég vildi að það væri alltaf vor með björtum nóttum. Ætla á hverju hausti að undirbúa mig andlega og vera klár í að takast á við veturinn. En mig dreymir bara um sól og vor.

Frá frægðarför til London

Fyrir þá sem vilja lesa um Londonferðin. Sumir vilja meina að við höfum gert Gordon Brown og alla Breta vitlaus í þessari ferð. Það er fjarri sanni enda friðelskandi kirkjukór á ferð.
http://www.skagafjordur.com/index.php?pid=511&cid=10297

Fiskur í fyrsta sinn

Hér var borðuð soðning í gærkvöldi. Ekkert merkilegt við það nema að Urtnasan (20) var að borða fisk í fyrsta skipti. Henni fannst hann góður og fékk sér aftur enda frábær þorskur veiddur út á firði af organistanum. Margt nýtt fyrir stúlkunni, t.d. hafið. Hún hefur aldrei séð sjó áður. Og ekki cheerios heldur.

Bjartsýnismenn

Sjálfbær þróun á Laugaveginum. Ja, hérna.
mbl.is 1 þúsund lítrum af bruggi hellt niður og tveir handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urtnasan komin yfir sjó og land

Nú er allt að verða með alþjóðlegum blæ hér í túninu. Peran komin og í óða önn að læra á uppþvottavél (slíka maskínu hafði hún aldrei séð áður) og ryksugar af miklum móð. Þá er bara að kenna henni íslensku.. dæsss

Taka tvö

Þá er best að skella sér á Kefló og reyna að finna peruna. Annars verð ég að skipta um peru. (Vá, þessi var hrikalega lélegur, ég viðurkenni það).

Sú mongólska að koma

Á þessari stundu er au peran einhvers staðar í háloftunum á milli Peking og London. Er mjög spennt að kynnast henni og Eymundur Ás ræður sér ekki að af eftirvæntingu. Þórgunnur vill hins vegar fá Marie aftur.

Frábært...

eitthvað annað en kreppan sem telst fréttnæmt!
mbl.is Hlaup í Skaftá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á geðheilbrigðisdeginum

Ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta að fylgjast með fjölmiðlum. Ástæðan er sú að ég finn að það er ekki gott fyrir geðheilsuna. Þess vegna ætla ég að setja í vél í staðinn fyrir að hlusta á hádegisfréttirnar, það er miklu heppilegra fyrir mig og mína fjölskyldu. Svo fæ mér kaffibolla á eftir. Gott plan?

Hvar er vor fornaldar frægð???

Legg til að við hættum að gefa Dönum stig í Eurovision. Ef við höfum efni á að vera með á næsta ári.
mbl.is Söfnun fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband