Færsluflokkur: Bloggar
10.11.2008 | 12:10
Ja, hérna
Skapvonskan leiddi til slyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 08:50
Þrjár vikur búnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2008 | 10:18
Eftir kaffibolla og Mogga
Það er drungi yfir þjóðinni þessa dagana. Skal engan undra því að niðursveifla efnahagslífsins virðist engan endi ætla að taka. Ég álít mig vera afskaplega hagsýna en við þessum ósköpum á ég engin svör, ekki frekar en ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan.
Eymundur Ás kallaði til mín þegar hann var að sofna í fyrrakvöld: Mamma, veistu hvað er mikilvægast í öllum heiminum? Og svaraði sér svo sjálfur: Það er vinátta og ást. Ekki vera að flækja einfalda hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2008 | 20:43
Óvenju félagsleg helgi
Bloggar | Breytt 4.11.2008 kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.10.2008 | 08:10
Skáldin okkar góðu
Ég þarf ekki að kvarta undan hlutskipti mínu þessa dagana, því ég á þess kost að lesa spánýjar íslenskar bækur upp í rúmi meðan börnin eru í skóla og leikskóla. Í síðustu viku las ég Ofsa Einars Kárasonar. Hann er bara snillingur kallinn sá, þvílíkt sem hann er slyngur í persónusköpun. Frábærlega skemmtileg bók og dramatísk bók sem sækir efnivið í okkar glæstu fornbókmenntir. (Gott að rifja upp að við höfum ekki klúðrað öllu í gegnum tíðina).
Núna er komin á náttborðið Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Mér líst vel á þá bók sem af er, nóg af sársauka enda aðalsögupersónan móðir stúlku með lystarstol, sem hlýtur að vera algjörlega hræðilegur sjúkdómur. Á eftir að átta mig á hinni aðalpersónunni sem er skaparinn í sögunni, kynlífsdúkkugerðarmaður og virðist vera voðalega einn í heiminum greyið. Guðrún Eva skrifar flottan texta og massívan.
Mér hefur löngum verið sáluhjálp í lestri góðra bókmennta og hvet ykkur til að líta í bók til að lyfta andanum, nóg er af góðum bókum og við getum verið stolt af íslenskum frásagnararfi og rithöfundum. Íslenskt, já takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 20:22
Ég spring úr stolti!
Ísland á EM 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 21:25
Ökuferð dauðans eða lífsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2008 | 13:02
Kreppubrandari
Í kreppunni í gamla daga var kona nokkur sem þurfti að finna upp á leið til að eignast peninga. Að vel athuguðu máli ákvað hún að fara í elstu atvinnugrein kvenna sem sögur fara af, en vissi ekki hvernig hún ætti að koma sér á framfæri. Hún brá á það ráð að auglýsa: Tek að þvo þvott í þvottavél. Viðbrögð létu ekki á sér standa og hún fékk starx kúnna. Viku síðar hafði hann samband við hana aftur, þakkar henni fyrir síðast og spyr: Má ég koma og setja þvottinn í vélina hjá þér? Konan svaraði: Þetta var nú svo lítið sem þú varst með, viltu ekki bara skola úr því í höndunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2008 | 13:42
Fatlaða fjölskyldan í túninu
Nú er undan mörgu að kvarta, s.s. risjóttu veðurfari og svo er ég alls ekki búin að jafna mig á sjokkinu yfir að kannski verði ekki hægt að kaupa Prins Póló, pólska megrunarkexið lengur. Bendi prins pólófíklum á að fá sér maltakex, sem er íslenskt og stenst prinsinu algjörlega snúning eða ganga enn lengra í þjóðerniskennd og skipta yfir í harðfisk eða rófubita í staðinn??
Er búin að vera mjög dugleg í dag, tók klukkustund í að fara í sturtubað, fyrst mátti ég föndra risavaxinn smokk úr laxapoka yfir gifsið. Hef aldrei verið sterk í handavinnu enda hriplak allt saman svo ég hélt á tímabili að gifsið læki af. En það slapp. Hringdi í kaupfélagið og bað blessað fólkið að senda mér allskyns nýlenduvöru hingað heim að dyrum. Heimasætan heldur því til streytu að eiga afmæli á miðvikudaginn þrátt fyrir fötlun móður sinnar.
Lífið heldur áfram og það er strax ein vika búin af þessum sex sem ég þarf að vera í gifsinu. Hér hefur maður gengið undir manns hönd að hjálpa þessari fötluðu fjölskyldu með praktíska hluti eins og koma stúlkunni í leikskólann og heim aftur, elda mat og þetta helst sem þarf að gera. Tengdamamma er búin að vera verndari heimiilisins, búin að redda málum hér ítrekað, Víðihlíðarfjölskyldan tekið að sér áætlunarferðir á Glaðheima, Magga amma sendir kleinur í kílóavís. Þetta er kostuinn við að búa á Íslandi þrátt fyrir kreppuna og harðærið, félagslega netið er ótrúlega öflugt, allavega í kringum okkur hér í túninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 22:21
Sigga seinheppna..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)