Óvenju félagsleg helgi

Tungu-barnabörnJæja, þá er helgin að baki og eilífiðin aðeins styttri í annan endann. Þetta var massív helgi, fyrst var ætt yfir í Hofsós á hestamannaskrall, Tóti tók bikarinn með sér sem hann hefur fengið s.l. fjögur ár og viti menn; kom með hann aftur til baka. Hann er sem sagt hestaíþróttamaður Skagafjarðar. Fínn árangur í héraði þar sem allir eru hestamenn eða söngmenn eða hvoru tveggja. Tóti er góður í því sem hann er góður og lætur hitt bara eiga sig. Héldum fjölskylduafmælisboð í gær, það fór vel fram þrátt fyrir barnafjöld og lítið húspláss. Blessuð móðir mín er svo bjartsýn að hún uppástóð að fá hópmynd af barnabörnunum sínum. Það er þrautin þyngri að fá börnin til að stilla sér upp og horfa öll í svipaða átt í einu. Því miður vantar ættaralaukinn og elsta barnabarnið, hann Odd Kárason. Litla skottið hún Þórgunnur er lasin. Ekki við það komandi að hún taki nein lyf, vill hvorki fá panódíl í fljótandi formi eða stíl. Henni misheyrðist nefnilega og fannst ég segja "slím í rassinn". Þar við situr: Ekkert slím í rassinn á ungfrúnni góðu.Mægður, Einsi og Tengdó

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Sigga mín fyrir myndirnar eru þau ekki frábær verst að hafa ekki stóra strákinn okkar á myndini með hinum æringjunum. Til hamingju elsku tengdasonur með bikarinn

Amma í Flatatungu (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:32

2 identicon

Flottur hópur, gott hjá ömmunni að heimta mynd, þær verða dýrmætar.  Til lukku með hestamanninn þinn.  Til lukku með dömuna og vonandi nær hún sér.  Eitt sinn var slagorð hjá einhverri vöru:  ,,Útivistarföt í stíl"  og um leið og slagorðið heyrðist í sjónvarpinu fór Freyr að ryfja upp þegar hann þurfti að fá stíl, þetta er allt sama fyrirbærið

Gugga (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:50

3 identicon

Stórbrotin mynd!

Íris Olga (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband