Seinni hálfleikur byrjar senn

Nú er alveg að koma að seinnihálfleik í slasi. í tilefni af því ætla ég að fara í Tungu í "heilsubótardvöl" yfir helgina. Tótann kvaddi ég með tárum og hvítum vasakút í morgun, hann er farinn á landsmót. Held að hann hefði ekki verið með meiri útbúnað þó hann hefði ætlað í safaríferð til svörtustu Afríku en það er annað mál. Vona að árangur verði viðunandi. Fer sjálf þegar líður á vikuna og tek hús á Oddapresti og leggst þar upp. Keypti disk með frábærum lögum Jóns Ólafssonar við ljóð Steins Steinars, mæli með honum.
Góða helgi öllsömul...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu það gott um helgina.  Ég er komin úr mínum lúxus og töskurnar bíða eftir að ég taki upp úr þeim.

Hlakka mikið til að fá ykkur næstu viku

Gugga (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:01

2 identicon

Úr því eiginkona hestamannsins er væntanleg á Suðurlandsundirlendið er e.t.v. ekki úr vegi fyrir hana að koma við í Hveragerði.  Það væri a.m.k. gaman að hitta þig við fyrsta tækifæri.

Ninna Sif (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Ohhhhhhh elsku Ninna mín.. ég þarf svo góðan tíma til að heimsækja þig. Get ekki ekið um götur Hveragerðis með hjólhýsi af stæstu gerð í eftirdragi..

Sigríður Gunnarsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband