Færsluflokkur: Bloggar

Hættið nú alveg og steinhættið..

Þetta hefur verið slóð eftir húnversk útigangshross.. Kannski við sendum samt Guðnýju á stúfana til öryggis.
mbl.is Þriðji björninn á Hveravöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggingasölutækni

Nú steikti ég í mér heilann. Hér sat tryggingasölumaður í rúman klukkutíma og ég lýg því ekki að þessi maður gæti selt eskimóa vatn. Ég er orðin svo vel tryggð að þó ég fengi blöðruhálskrabba, þá þyrfti ég ekki að örvænta.
En tryggingasölumaðurinn hafði hinsvegar engan áhuga á tamninga Tóta. Við tryggjum ekki tamningamenn sagði hann blákalt. En reiðkennara spurði ég í örvæntingu? Nei, ekki ef að þeir eru tamningamenn. Ég á víst ekki rétt á neinum bótum út á tamningamanninn.

Skynsamur

Þetta var gott hjá honum. Meiri ekki sinns vitleysan að hætta lífi og limum að yfirlögðu ráði. Er maður ekki í stöðugri lífshættu hvort sem er?
mbl.is Kajakræðari hættur við hringferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir landnemar?

Kannski hvítabirnir vilji nema land í Skagafirði? Nú er bara að girða Skagann af og opna Ísbjarnar-garð fyrir túrista.
mbl.is „Þar sem er einn er von á öðrum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarkvöld við sæinn

Hvítasunna 001Ég væri ekki að segja satt ef að ég virðurkenni ekki að ég hefði viljað vera á prestastefnu. Þó ekki væri nema til að sjá Svarthöfða og hitta gamla félaga. Heimasætan er komin aftur heim. Nú eru tvær uppeldishandbækur á náttborðinu hjá mér, ég segi ekki meir um það, hún gæti átt eftir að lögsækja mig þegar hún lærir að lesa ef að ég fer að kvarta og kveina. Hún er vel ákveðin þessi unga stúlka en mér þykir hún full ung til að stjórna öllu á heimilinu. Við mæðgurnar erum aðeins ósammála um þetta eina atriði. Að öðru leyti er barnið vitaskuld fullkomið. Annars er ég heil á sál en krönk á líkama eins og segir stundum í fornum bréfum. Enda er sumar á Sauðárkróki núna.Þarna eru tvær úr Tungu og önnur með lamb.

 


Endurnýjuð kynni við HM

Ég er ósköp þakklát fyrir HM í fótbolta. Skemmti mér prýðilega yfir leik Hollendinga og Ítala í gær og hlakka til að sjá Svíana spreita sig í kvöld. Þegar ég var barn var spilaður fótboli nánast í öllum frímínútum í Akraskóla. Vei þeim ekki vildu vera með! Það voru meiri aumingjarnir. Horfði síðast á HM 1988 eða var það EM?

Bensínkreppan mikla

Ég segi eins og Bína var vön að segja: Hættu nú alveg og steinhættu! Eða eins og Sylvía Nótt sem heitir eitthvað annað: Hvað á þetta að þýða????
mbl.is Eldsneytisverðhækkun vegna veikrar stöðu dals og hás olíuverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitlausir tónleikar

Svei mér, held ég hafi orðið fyrir persónuleikaröskun við þetta slas; fannst allt í einu eins og mig langaði á tónleika með Whitesnake!! Skrítið, ég hef nefnilega mjög gaman af því að hlusta á Whitesnake, en örugglega ekki að horfa á þá. Þungarokkarar höfðu mjög takmarkað til mín í sjónrænum skilningi. Var bara búin að gleyma því í svipinn. Svo ég held áfram að finna miða á karlakórinn í St. Basil. Get verið nokkuð örugg um að þeir tapi sér ekki á sviði.

Fátt er svo með öllu illt

Ég þarf ekkert að vandræðast með það hvort að ég eigi að fara í kvennahlaupið eða ekki. Ætli sé ekki komið að því augnabliki í lífi mínu þar sem ég hef enga afsökun fyrir að læra ekki á gítar? Ég er búin að horfa meira á sjónvarpið s.l. daga en samtals í marga mánuði. Kom að því að ég fékk eitthvað fyrir afnotagjöldin.
Hingað kom engill af himni sendur. Eða frá Akureyri, réttara sagt. Það er frábært að vera komin með "stúlku" þó til bráðabirgða sé. Kristbjörgin ber nafn með rentu.

Hásin í sundur

Nú er ég komin í þessa hrikalegu spelku upp að hné, því að mér tókst að slíta hásin. Verra hefði það svo sem getað verið, t.d. hefði ég getað verið étin af ísbirni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband