Færsluflokkur: Bloggar

Alltaf gott að vera vitur eftir á

Þetta er nú bráðfyndið. Lögreglan á Sauðárkróki á einmitt hvítabjarnargildu ef að svona aðstæður koma upp. Vinkona mín benti mér á að Skagfirðingar sé í útrýmingarhættu sjálfir og ekki vert að hætta á að neinn þeirra verði ísbirni að bráð.
mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Bjössi núna?

Skyldi Bjössi ísbjarnabani verða kallaður til? Mikið væri gaman ef að hægt væri að ná dýrinu lifandi og kom honum til síns heima. Eða í dýragarðinn í Slakka?
mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverfagleg hljómsveit

Hef mikið dálæti á þessum þingeysku drengjum sem kalla sig Ljótu hálfvitana. Einn þeirra er prestlingur þ.e.a.s guðfræðinemi. Trúlega skemmta þeir sjálfum sér best af öllum.
mbl.is Fljótir hálfvitar reyndust kvensterkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálftaland

Við Tóti bjuggum nánast undir Ingólfsfjalli í tvö ár og ég man hvað ég hló að mömmu sem sagði þegar að við ákváðum að flytja norður: Mikið skelfing er ég fegnin að þið eruð komin af þessu jarðskjálfasvæði.
Vonandi að fólk og fénaður hafi sloppið heilt.
mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli fjallið sé ónýtt?

Þvílík endis ekkesens vitleysa.
mbl.is Þúsund ára gamalt kvennabann brotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þjóðlegum nótum

Jæja, við unnum júróvisjón. Svona hér um bil. Af því að ég er svo svartsýn að eðlisfari, þá bjóst ég alls ekki við þessum glimrandi árangri.
Ég er annars ágæt, fyrir utan kinnholubólgu sem senn mun verða að láta í minni pokann fyrir sýklalyfjum. Átti ánægjulega dvöl í Kaupmannahöfn um síðustu helgi ásamt börnunum og móður minni. Það var rosalega gaman að hitta Árna og fjölskyldu og Eymundur Ás vildi ekki fara heim og sagðist vilja vera áfram í sól og sumaryl. Í hvert sinn sem ég fer til Danmerkur langar mig að flytja þangað. Svo rennur þetta af mér þegar að ég kem heim aftur, ég fer í ullarsokkana og held áfram að vera þjóðlegur Íslendingur.
Á sunnudagskvöld er óvenjuskemmtileg messa í Sauðárkrókskirkju. Þar verða sungin þjóðlög frá hinum ýmsu löndum, þ.e.a.s sálmar við þjóðlög. Gítar og nikka verða dregin fram, ásamt helstu alþýðutónlistarmönnum í bænum, Ægi og Sillu Vordísi. Ég hlakka til og vona að sjá sem flesta.

Öðrum til varnaðar

Ég vona að við mamma lendum ekki í þessu um helgina.
mbl.is Gleymdu barninu á flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn sanna fíkniefnahundar sig

Gott að þessi sölumaður dauðans náðist í heilu lagi, væntanlega ekki til að bæta aksturslagið að keyra undir áhrifum fíkniefna. Ekki verra að ná góðum slatta af óþverranum sem viðkomandi hefur ætlað að koma í umferð.
mbl.is Mikið magn fíkniefna fannst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreindýr í appelsíni

Stundum líður mér hreinlega eins og ég sé ljóshærð. Ákvað að elda alvöru mat í kvöld. Við hjónin fórum því saman í leiðangur í frystikistuna að taka upp eitthvað bitastætt í morgun. Mig minnti að við ættum hálfan léttreyktan lambahrygg frá því á jólum og meintur hryggur var því tekinn upp úr og látinn þiðna. Svo fer húsmóðirin að elda lambahrygginn, skellir á hann gljáa úr púðursykri og appelsínusafa. Fannst eitthvað smá skrítið hvað var lítil fita á hryggnum en var ekkert að fást um það. Dularfyllst af öllu var þó að engin hangikjötslykt kom hryggurinn fór í ofninn. Pétur svili kom í mat og húsbóndinn sker hrygginn og það er ekki fyrr en að ég fæ mér fyrsta bitann að ég átta mig á að þetta var alls ekki léttreykur lambahryggur heldur hreindýr. Frystikistan okkar er nefnilega fyrrverandi frystikista Árna bróður sem mátti ekki vera að því að tæma kistuna áður en hann hélt út í heim s.l. vor. Þannig var þessi hreindýrahryggur tilkominn. Hér var sem sagt fyrir misskilning hreindýrahryggur með kartöflugratíni, salati, maís og gráðostasósu. Mér hefur aldrei fundist hreindýrakjöt gott, ekki heldur í kvöld. En strákarnir voru svangir og rifu það í sig.

Baggalútur.is

Baggalútur er svo dæmalaust drepfyndinn. Full ástæða til að kíkja við hjá þeim.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband