Færsluflokkur: Bloggar

Eins og talað út úr mínu hjarta...

nema að mér er sama um hvað Taylor Locke finnst.
mbl.is Alsæl með líkamann þrátt fyrir appelsínuhúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers á kynslóðin mín að gjalda?

Í gamla daga (þ.e.a.s þegar ég var lítil) var ekki rekinn áróður fyrir brjóstagjöfum. Ungabörnum var gefinn stappaður saltfiskur með kartöflum og skyr frá nokkra vikna aldri. Kannski ekki nema að von að við séum vitlaus?
Ég er svo heppin að mjólka vel og börnin mín þömbuðu móðurmjólk í eitt og hálft ár. Þau eru mjög greind og sennilega miklu gáfaðari en foreldrarnir.
mbl.is Áhrif brjóstamjólkur á greind barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sesar salat

Getur einhver útvegað mér uppskrift að Sesar salati, eða Cesar salati, hvort sem er rétt?? Hér stendur yfir kjötfestival næstu vikurnar, þar sem grænmetisætan er horfin á braut. Kjét, kjét og kjúklingur, fiskur og rækjur, slátur og silungur... trallalalalalaaaaa..

Helgi í Skóginum að baki

Þá er mín komin til síns heima, eftir viðburðaríka helgi í Vatnaskógi. Þar var haldið vormót TTT krakka af norðvesturlandi, Snæfellsnesi og Reykhólum og tókst ljómandi vel í alla staði. Ekki laust við ég sé dösuð eftir helgina, þó að allt hafi nánast gengið eins og í sögu. Ekki spillir fyrir að hitta gamla vini og kollega þó tími fyrir spjall sé af skornum skammti. Við vorum öll slegin yfir fréttunum frá Selfossi. Gunnari kynntist ég vel fyrir nokkrum árum þegar ég var í starfsþálfun hjá honum. Ég lærði alveg heilan helling af karlinum enda prestur með áratuga reynslu á bakinu.

Tregi í túninu

Við erum hálf hnuggin hérna í Túninu. Marie er að fara á morgun. Sem þýðir að fullorðna fólkið þarf að rifja upp hvernig á að raða í uppþvottavél og fleira þessháttar. Skálholt sveik ekki frekar en fyrri daginn, voðalega gaman að hitta kollegana og söngkennarinn er algjört rarítet. Verð í Vatnaskógi á tíu-tólf ára móti um helgina, missi af öllu sælusukkinu;-)

Sönglist í Skálholti

Nú er ég að tygja mig í Skálholt. Þar ætla ég að nema sönglist í tvo daga. Ég hlakka til.

Að fara úr böndunum

Ég hringdi í vinkonu mína á kvöldmatartíma í fyrradag, ég heyri að hún segir: Krakkar, inn í herbergi! Við mig sagði hún ég hringi í þig seinna. Sem hún gerði. Hún var nefnilega að horfa á fréttirnar og vildi ekki að börnin horfðu upp á flutningabílstjóra slást við lögregluna.
Mér finnst bensínverð allt of hátt og mér þætti ekki óeðlilegt að stjórnvöld tæku á því, t.d. með skattalækkun. En vesalings bílstjórarnir sem gekk áreiðanlega gott til í upphafi, þeir eru alveg búnir að klúðra málstaðnum með framgöngu sinni. Það kann ekki góðri lukku að stýra að lemja og skrökva.

Gleðilegt sumar

Síðan sex í morgun hefur verið dúndrandi sumarstemmning hér í túninu. Hvenær læra börn að þau eigi að sofa út á frídögum?

Bókaormarnir mínir og Kuggur

Eymundur Ás er í Disneyklúbbi sem er bókaklúbbur fyrir börn. Honum fannst mjög ósanngjarnt að Þórgunnur fengi ekki líka að vera í bókaklúbbi og ég gat ekki annað en tekið undir það. Þórgunnur fékk sína fyrstu sendingu í gær sem í voru tvær bækur um Kugg eftir Sigrúnu Eldjárn. Ég las þær báðar fyrir börnin og hló svo mikið að tárin runnu úr augnum á mér. Meiri snillingarnir þessi Eldjárnar.

Sæluvika og hestakostir

Ég sé fram á að svala félagslegri þörf fyrir ca. hálft ár á næstu viku. Sem dæmi má nefna Tekið til kostanna, sæluvika með leikriti og tónleikum. Pétur Vald er í þessum orðum töluðum að skrúfa bretti á nýja hjólið mitt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband