Færsluflokkur: Bloggar

Vorþráin(n)

Vor í apríl er vel þekkt á norðanverðu Íslandi. Þá skín sólin glatt og blæs ekki úr norðri fyrr en undir hádegi. Ungar stúlkur gerast léttklæddari en æskilegt getur talist miðað við lofthita og piltar skrúfa niður bílrúðurnar og hækka í græjunum. Ef mér skjöplast ekki hættir vorið við einn daginn, því vorið vill sjaldnast vera hjá okkur í maí. Svo brestur á sumar án þess að nokkur taki eftir því, sama dag og bændur ákveða að hætta að búa í haust vegna grasleysis og harðinda. Ég lifi fyrir góðu stundirnar bjarta vordaga með fuglasöng.

Lífið er saltfiskur

Ég gerði vinkonu minni smá greiða í dag. Pabbi hennar var heima og gaf mér saltfisk í þakklætisskyni. Einhvern voðalega fínan og góðan saltfisk og ég svoleiðis iða í skinninu að sjóða hann á morgun og rífa hann í mig með kartöflum og rúgbrauði. Mér finnst nefnilega saltfiskur svo voðalega góður. Hann er alveg eins og lífið.

Hún er engin venjuleg stúlka

því pabbi hennar er konungur og mamma hennar drottning. Þetta er einn af uppáhaldsfrösum Þórgunnar (2) og bein tilvitnun í bókina Undurfagra prinsessan og hugrakki prinsinn hennar.
Ég keypti næstum hjól í Bykó í gær. Sá alveg brilljant kerru fyrir börn til að festa aftan í hjólið. Þegar ég bar þetta upp við Tóta stundi hann: Þú ert að verða eins og Georg Bjarnfreðarson. Hvað sem það nú þýðir?!?

Ekki sammála þessu

Ég skal nú segja ykkur það að geðheilsan batnar hjá mér ef einhver annar gerir heimilisverkin. Kannski lýsandi fyrir hvað ég er löt og sérhlífin? Hef þróað með mér eiginleikann "að sjá ekki draslið" með góðum árangri.
mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er að koma helgi

Nú ber svo við að það er að koma helgi. Mér finnst eiginlega aldrei vera helgi en í þetta sinn á ég frí og sjáum við fjölskyldan fram á mikla menningarveislu norðan heiða í tilefni af því. Jóhannes vinur minn Dagsson er að opna myndlistarsýningu á Akureyi, í Dalí Gallery, Brekkugötu 9. Hvet alla til að skella sér, ég hef fulla trú á að Jóhannes eigi eftir að verða eitt af stóru nöfnunum í íslenskri myndlist þegar fram líða stundir. Enda hef ég þegar fjárfest í verkum efitr hann. Alma vinkona mín og jafnaldra býður til fermingarveislu. Ótrúleg að Jón Pétur Ben og Ölmuson sé að fara að fermast. Börnin mín eru enn í leikskóla en Alma var frumkvöðull í barnaeignum innan raða vinkvennanna og við hinar vorum enn að sippa og lesa Andrés Önd þegar hún var orðin móðir. Okkur hlakkar ógurlega mikið til að fara í fermingarveislu, sérstaklega Eymund Ás sem er mikill selskaps-og veislumaður.

Meistaradeildin klárast í kvöld

Ég verð að reyna að eggja og brýna Þórarin í allan dag því meistaradeild KS lýkur í kvöld. Kallinn verður að spýta í lófana því að ef að hann ætlar að komast á pall þarf hann helst að vinna báðar greinarnar sem kepp er í. Um að gera að vera bjartsýn, það er allt hægt. Nema hratt, það er ekki hægt.


Engin skilningur hér..

Hvar á að draga mörkin??
mbl.is Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knúlli frændi og gírkassinn

Knúlli Knudsen er frændi minn og búinn að vera það lengi. Það er ótrúlega gott að eiga hann að á ögurstundum eins og þegar Skoda bifreið vor tekur upp á að bila. Tóti hefur aldrei verið hrifinn af þessum Skoda og þegar að fimmti gírinn hætti að virka fæst hann varla til að vera á Skodanum. Þá er bara hringt í Knúlla og málinu er reddað. Allavega byrjað að reddast. Fjórir gírar áfram þangað til þá. Og ég ætla að gefa sjálfri mér hjól í sumargjöf, í tilefni af því að í ár eru tveir áratugir síðan ég lærði að hjóla. Get trúað ykkur fyrir að það eru tuttugu og sjö ár síðan ég lærði að keyra traktor. Held ég sé komin út í aðra sálma..


Hjól

Held að ég fái mér hjól. Það mælir eiginlega allt með því.


Skipt um peru

Nú líður senn að fardögum. Mér líður eins og ég sé að kaupa lottó fyrir mánaðarlaunin mín þegar að ég leita að nýrri peru. Ein í sigtinu er frá Mongólíu. Kann japönsku og rússnesku auk ensku. Er ekki allt betra að kunna en kunna ekki??

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband