Það er að koma helgi

Nú ber svo við að það er að koma helgi. Mér finnst eiginlega aldrei vera helgi en í þetta sinn á ég frí og sjáum við fjölskyldan fram á mikla menningarveislu norðan heiða í tilefni af því. Jóhannes vinur minn Dagsson er að opna myndlistarsýningu á Akureyi, í Dalí Gallery, Brekkugötu 9. Hvet alla til að skella sér, ég hef fulla trú á að Jóhannes eigi eftir að verða eitt af stóru nöfnunum í íslenskri myndlist þegar fram líða stundir. Enda hef ég þegar fjárfest í verkum efitr hann. Alma vinkona mín og jafnaldra býður til fermingarveislu. Ótrúleg að Jón Pétur Ben og Ölmuson sé að fara að fermast. Börnin mín eru enn í leikskóla en Alma var frumkvöðull í barnaeignum innan raða vinkvennanna og við hinar vorum enn að sippa og lesa Andrés Önd þegar hún var orðin móðir. Okkur hlakkar ógurlega mikið til að fara í fermingarveislu, sérstaklega Eymund Ás sem er mikill selskaps-og veislumaður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband