Færsluflokkur: Bloggar

Helstu tíðindi

Hér eru allir orðnir frískir og til merkis um það er Tóti búinn að festa kaup á jeppa (takið eftir, festa kaup á, ekki kaupa, því til að kaupa þarf að borga). Hér verður barnaafmæli á morgun og spenna í lofti. Enda verða ungir menn ekki 5 ára nema einu sinni.

Er það nú..

Nú er mig farið að langa alvarlega til að geta sagt RUV upp. Eða segja Þórhalli af Kaupfélagsstjóra-ættinni upp.
Bogi róni verður að fá sér nýjan drykkjufélaga.
mbl.is Randver hættir í Spaugstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kuldakast og pestagangur

Er ekki komið haust, rétt eina ferðina og krakkarnir báðir veikir.
Best að elda indverskan þorsk eða íslenskan þorsk undir indverskum áhrifum.

Haustlita helgarferð hjóna

Við hjónakornin dvöldum í góðu yfirlæti á Sel-Hótel Mývatni um helgina. Mývatnssveitin er ofboðslega falleg í haustlitunum en mig rekur ekki minni til að hafa komið þangað á þessum árstíma fyrr. Við töltum upp á Hverfjall, lágum í Jarðböðum og tíndum ber svo eitthvað sé nefnt.
Eymundur Ás var hjá frændsyskinum sínum í Tungu og brallaði þar ýmislegt að vanda (sjá nýjustu mynd). Þórgunnur fór í Stafsrétt með ömmu sinni í Saurbæ.

Símaat

Mikið svakalega tókst Símanum að stuða mig með farsímaauglýsingunni. Ég sá hana í Moggnanum og mér kross brá. Svo sé ég sjónvarpsauglýsinguna um kvöldið og hún hafði ekki nærri eins mikil neikvæð áhrif, hún er bara kjánaleg, ótrúverðugur Jesú og enn asnalegri Júdas. Ég er dálítið hissa á Jóni Gnarr að fara þessa leið, hélt að hann bæri meiri virðingu fyrir hinu heilaga en þetta. En hvað veit ég?

Businn minn

Í Fjölbraut í gamla daga var hægt að kaupa sér busa. Ég keypti mér busa, eftir að hafa sjálf verið busi tvö ár í röð af því að ég skipti um framhaldsskóla. Ég valdi mér gæðalegan pilt frá Hvammstanga sem heitir Siggi. Hann þreyf bílinn fyrir mig og gerði önnur viðvik sem ég bað hann um. Síðan var Siggi busaður eins og aðrir. Ég sá mynd af honum í Bændablaðinu um daginn og sagði við Tóta: Þarna er businn minn; það er lífstíðareign að eignast busa.
mbl.is Skólameistari MÍ segir busun hafa farið úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dularfulla þvottabalahvarfið (part II)

Hefur einhver rekist á gráan þvottabala í Túnahverfinu?
Sigfríður mágkona mín fékk lánaðan þvottabalann minn um miðjan júlí til halda á nokkrum kjötstykkjum í sem hún ætlaði að grilla..sem hún og gerði. Hún skilaði balanum þegar ég var ekki heima og nú finn ég hann hvergi nokkur staðar.. Held að huldufólk hafi fengið hann lánaðan, þar sem þetta er þjóðsagnabali... og ég sakna hans svo mikið!

Ég týndi fundargerðabók um daginn. Eina sem ég átti eftir að gera til að finna hana var að panta miðilsfund. Þá fór Tóti kallinn að taka til og viti menn.. fann bókina!


Dularfulla þvottabalahvarfið (part I)

Ekki höfðu þau Sigríður og Þórarinn búið lengi saman er þau fluttu austur í Ölfus, þar eð Hvoll heitir. Gerðist þar einn morgun að Sigríður var að hengja út þvott að hún var of sein og gaf sér ekki tíma til að láta þvottabalann inn að því loknu en hentist inn í Chervolet sinn og ók sem leið lá vestur til Reykjavíkurhrepps. Gerðist þau tíðindi (sem eru ekki tíðindi í Ölfusi) að hvessti mjög af norðri meðan að Sigríður var að heiman og er hún kom heim fann hún ekki balann þar sem hún hafði skilið við hann. Tók húsfreyja því afar illa og gekk heilan dag meðfram öllum skurðum milli Ölfusár og Þrengsla en fann aldrei balann og taldi hann fortapaðan.
Greyp mikið óyndi Sigríði vegna balamissisins en fékk ekki að gert. Löngu síðar var Sigríður stödd í kaffi hjá Elku frænku sinni sem bjó í þurrabúð þar nálægt. Kemur hún þá auga á þvottabala, ekki ósvipaðan þeim er hún tapaði. Hafði hún orð á því við frænku sína og sagðist hún hafa fundið balann á víðavangi. Komst balinn þá til síns heima og þá var kátt í höllinni.

Ég ætti nú ekki að segja frá þessu en sökum minnar eðlislægu "hagsýni" (lesist nísku?) keypti mér ekki nýjan bala í marga mánuði heldur ergði mig á því hafa tapað balanum svo klaufalega..


Bangsarnir þrír

Það var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr rekkju einn daginn.
Bangsi litli tölti inn í eldhús, settist við morgunverðarborðið, leit ofan í litlu skálina sína og sá að hún var tóm. "Hver hefur borðað grautinn minn?" spurði hann, ámátlegum rómi.
Bangsapabbi leit ofan í stóru skálina sína og sá að hún var líka tóm.
"Hver hefur borðað grautinn minn?" urraði hann.
Bangsamamma leit upp frá eldhúsbekknum og sagði:
"Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegnum þetta?
Bangsamamma vaknaði fyrst allra.
Bangsamamma vakti ykkur hina.
Bangsamamma hitaði kaffið.
Bangsamamma tæmdi uppþvottavélina og raðaði upp í skápa. Bangsamamma lagði á borðið. Bangsamamma hleypti kettinum út, tæmdi kattabakkann og gaf kisu að éta og drekka.
Bangsamamma fór út og sótti blaðið.
Og nú, þegar þið drattist loksins á fætur og parkerið ykkar súru trýnum við morgunverðarborðið...
hlustið vel, þetta segi ég bara eitt skipti í viðbót:
""ÉG ER EKKI BÚIN AÐ BÚA TIL HELVÍTIS GRAUTINN ENNÞÁ!!!!""

Berin blá

Skyldu berin hafa frosið? Það er soldið ég að vera ekki búin að fara í berjamó en hugsanlega kemst ég á laugardaginn. Berjatíminn minnir mig alltaf á Gunnu frænku og reyndar fjölmargar aðrar konur sem rennur á berjabrjálæði á haustin. Svo þekki ég marga karla sem fá annarskonar brjálæði á haustin, gangnabrjálæði og það væri efni í annan pistil.
Í gamla daga fór Gunna um allt norðurland og leitaði berja. Hún tíndi ekki í minni ílát en tíu lítra fötur. Ég man eftir okkur Knúti sitjandi við eldhúsborðið í Vinaminni og skófla í okkur berjum með rjóma og sykri. Kobbi frændi okkar horfði á og lék sér að spengja ber, honum fannst rjómi vondur. Alltaf verið skrítinn hann Kobbi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband