Færsluflokkur: Bloggar

Einsi kaldi

Ein af mínum fjölmörgu lukkum í lífinu er að eiga þrjá bræður. Þeir eru mestu krútt og einu sinni sem oftar átti ég tal við þann elsta í gærkvöldi.  Ákvað að deila smá broti af því með umheiminum:

Ég: Jóhanna Marín (kórstjóri) spurði hvort að ég vildi koma í kór (sagt með pínu stolti)

Einar: Já, var það kór eldri borgara?

Ég (ákvað að skipta um umræðuefni): Tóti er kominn á jeppann.

Einar: Hvaða gerð er það?

Ég: Chevy Silverado, árg.2006

Einar: Nú, keypti hann ekki nýjan? Kaupir bara gamalt drasl..

 


Af englum

Englar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda þekki ég marga engla. Það er vissulega eftirsóknarvert hlutverk að vera engill og öll ættum við að reyna það, því engill merkir sendiboði eða boðberi Guð.
"Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann og frelsar þá." (Sálm. 34,8)

Mannabörn eru merkileg

Ég sat í fyrsta skipti landsþing Þroskahjálpar um helgina. Það var mjög áhugavert og ekki síður ráðstefna sem haldin var í tengslum við landsþingið og bar yfirskriftina Manna börn eru merkileg.


Af súlum

Ég var orðin þreytt á friðarsúlunni hennar Yoko löngu áður en hún var sett upp, þökk sé fjölmiðlunum. Svo finnst mér hún ekki einu sinni falleg. Blátt ljós, minnir mig á röngenmyndatöku frekara en frið. Sakna þess að Sobba sé ekki á landinu til að tjá sig um þetta fyrirbæri. Svona er maður jákvæður í morgunsárið á miðvikudegi:-)

Vilji er allt sem þarf eða hvað?

Mér varð flökurt í Skaffó í gær. Er ekki að meika innmat. Ástæða fyrir því að ég er ekki kjötiðnaðarmaður. Reyndi samt að bera mig vel en er ekki viss um hafa tekist vel upp. Ég er dálítið nálhrædd en frekar góðhjörtuð. Því fór ég fyrir mörgum árum og ætlaði að gefa blóð. Fyrst ætlaði blóðið aldrei að renna úr mér í pokann. Mér leið ágætlega meðan á þessu stóð. Er mér svo litið á blóðpokann og nálina í þann mund sem ég sest upp og lengra upp komst ég ekki. Steinleið yfir mig og ég ætlaði aldrei að komast á lappirnar aftur. Heimsóknin í Blóðbankann tók um þrjá klukkutíma. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar mig kígjaði svona rækilega við mör og vömbum eða hvað sem þetta innvols heitir. Og það er enn í pakkningunum. Get ég eða get ég ekki tekið slátur? Það er spurning.

Fyrsti snjórinn kom í nótt. Allt orðið hvítt og eins og alltaf er Sigríður á sumardekkjunum, gatslitnum, í fyrstu snjóum.


Slátur og fleira

Jæja, góðir hálsar. Eins og á öllum menningarheimilum liggur fyrir að taka slátur hér í Túninu. Þarf að bíða eftir að móðir mín nái heilsu svo hún geti sýnt mér réttu handtökin.
Vantar að koma "stúlkunni" minni í samband við einhverjar aðrar au pair stúlkur. Ekki vil ég að henni leiðist, blessaðri.

Hei do

Sú sænska mætir á morgun. Skrítin tilfinnig að vera að fá nýjan einstakling sem er ekki nýfæddur inn á heimilið.. spennandi!

Hóm, svít hóm

Svakalega er gott að vera komin heim á ný, eftir hark og skark í bænum. Meira skítaveðrið alltaf hreint í þessum Reykjavíkurhreppi, rok og rigning. Þórgunnur tókst á loft og fauk smá spöl á bílastæði. Sem betur fer fundum við hana aftur. Eymundur Ás fékk fína greiningu, eins og við bjuggumst við.
Laufskálaréttarhelgi framundan og margt á seyði að vanda.
Góðar stundir.

Hjálp vor kemur..

Mér er svo mikið létt að sennilega hef ég verið á barmi taugaáfalls. Sænsk yngismær mun koma til landsins innan örfárra daga og aðstoða okkur hjónin við heimilisstörf og barnauppeldi.
Að öðru leyti má óska mér til hamingju með fimm ára son minn sem á afmæli á morgun. Á föstudag var haldin ágæt afmælisveisla fyrir börn. Í næsta mánuði verður ömmum, öfum og öldruðum frænkum boðið í sameiginlegt fjölskyldu-afmæli barnanna beggja. Reikna með að heimasætan láti gott heita í þetta sinn að bjóða ekki félögum sínum til veisluhalda. Þó veit maður aldrei, barnið er orðið altalandi. Já, og hætt með bleiu. Enda spurði bróðir hennar hvenær (takið eftir, - ekki hvort heldur hvenær) ég ætlaði að fæða nýtt barn. Ég segi eins og Bubbi í laginu: og ég get ekki, og ég get ekki og ég get ekki.. svarað því!

Sænska leiðin

upp að altarinu.
Ég lét pabba ekki leiða mig upp að altarinu á sínum tíma. Ég er sammála Svíunum.
mbl.is Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband