Færsluflokkur: Bloggar
27.8.2007 | 08:45
Sólin skín
Ekki seinna vænna en koma vetrarstarfinu í gang og svo fer allt í fastar skorður. Alltaf er gott að komast í rútínu aftur, þó maður sé farin að þrá skipulagsleysi á vorin.. svona er maðurinn skrítinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2007 | 01:01
Lækir lifandi vatns
Gott er að vera til síns heima eftir viðburðaríka viku í Vatnaskógi. Fermingarbörnin eru yndisleg, hipp og kúl og mestu krútt. Lýst afar vel á þau. Einn drengurinn sagði að mamma sín hefði sagt að ætti að afdjöfla hann á fermingarnámskeiðinu og það er ekki fjarri lagi, við prestarnir tróðum guðsorði og kristinni siðfræði í ungdóminn, á hverjum degi og oft á dag og sungum með þeim messur, fórum með borðbænir og enduðum svo daginn á að fara með gömlu kvöldversin á rúmstokknum. Það rigndi í skóginum en þar runnu líka lækir lifandi vatns.
Hitti konu sem benti mér að hægt sé að kaupa ístertu frá Kjörís með TURTLES mynd! Guð blessi hana, styttist nú í afmælistíðir hér í túninu en fátt lætur mér verr en baka fígúrukökur í afmæli.
Verð að embætta um helgina en ætla að reyna komast í berjamó með börnin ef viðrar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 11:11
Börnin mín ung og smá
Hún Þórgunnur Þórarinsdóttir er byrjuð í leikskóla eftir tveggja daga aðlögun. Henni fannst aðlögunin alltof stutt og ég þurfti að bera nauðviljuga út af lóðinni í gær og fyrradag. Í morgun var ég bara kysst bless og beðin að fara. Skrápurinn harðnar með árunum, ég man að það var ég sem grét á Brúsabæ þegar Eymundur Ás vinkaði bless og vildi vera í leikskólanum einn og án móður sinnar, rétt tæplega eins árs. Þórgunnur er þó að verða tveggja og búin að vera hjá dagmömmu. Ég er innilega þakklát fyrir leikskólana, þar er unnið frábært staf sem ekki er greitt fyrir sem skyldi. Hvar værum við útivinnandi mæður án leikskóla?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 12:21
Bæði betra
Öll ævintýri taka enda. Nú er fjölskyldan sameinuð á ný í Túninu heima eftir að hafa víða ratað. Gott að vera í hlýjunni þar syðra en þó enn betra að koma heim og láta norðanáttina herða upp í sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2007 | 22:58
Brekkurnar
En ekki að þetta sé neitt vandamál, dæli sýklalyfjum í krakkana og hef augastað á rússneskri stelpu sem býr í Þýskaland, á bara eftir að sannfæra hana um að það sé miklu skemmtilegra að passa stórkostlegu afkvæmi mín en fara til Bandaríkjanna og verða fyrir tómum vonbrigðum eða eitthvað. Þetta reddast, ekki nokkur vafi..
Góða nótt í alla nótt..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2007 | 07:09
Góðan dag
Best að drífa sig á fætur í rólegheitunum.
http://www.123.is/asta/albums/-1702932943/jpg/011.jpg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 23:33
Leitað vítt og breitt
Bloggar | Breytt 28.7.2007 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2007 | 23:32
Komin heim í leit að ró..
Við hjónum eyddum rúmum sólarhring í höfuðborginni í allslags útréttingum. Heilmikið bras að vera hestamaður en keyrir fyrst um þverbak þegar búið er að dubba hestamanninn upp í landsliðið. En það gengur yfir eins og annað, skyldi maður ætla. Knapar og hestar fara út á mánudaginn og við aðstandendur viku síðar. Það verður voða voða gaman. Meðan við vorum í bænum hélt ungviðið ömmu sinni, afa og Halla við efnið í bústað í Munaðarnesi (Happyness).
Nú eru allir þreyttir eftir ferðalagið og fegnir að komast heim til sín. Við fórum lengri leiðina heim með viðkomu á skeiðleikum á Selfossi. Tóti var hrikalega svalur og vann báðar greinarnar sem hann skráði í. Hitti gamla (eða unga?) kunningja, hana Eddu Hlíf sem er nákvæmlega tíu árum yngri en ég og unir hag sínum vel austur í Landeyjum, ástfangin af hobbýbónda með hundrað hross og hann Silla, sem átti að reikna út arðsemi í hestamennsku og eyddi heilu sumri í þá útreikninga. Silli komst fljótlega að það væri miklu skemmtilegra að ríða út í Hjaltadalnum en sitja inni og reikna flókin dæmi. Nú er Silli lánastjóri hjá Glitni á Selfossi, mikið hlýtur það að vera skemmtileg vinna á tímum þegar allir fá lá fyrir öllu eða svo gott sem. Ókum eftir kappreiðarnar sem leið lá upp í Borgarfjörð og tókum hús á þeim heiðurshjónum í Bakkakoti sem töldu ekki eftir sér að hýsa skeiðhryssuna Ester, sameign þjóðarinnar, eina nótt. Þau eru höbbðingar heim að sækja en bóndinn er ættaður úr Lýdó, náskyldur Ingimar í Sjóvá og Siffa Snorra.
Yfir og út..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2007 | 16:33
Að bíða og vona
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.7.2007 | 23:47
Partýljónið ég
Nú er laugardagskvöld og ég var að koma heim úr brúðkaupi. Æðislega fín veisla get ég sagt ykkur og ég þykist vita að hún muni standa langt fram á morgun. Giftingin var á Silfrastöðum í litlu kirkjunni "minni". Ég ætlaði varla að trúa hvað var hægt að troða mikið af fólki í jafn litla kirkju. Steingrímur gamli á Silfrastöðum sem byggði hana fyrir meira en öld sagði þegar biskup kom í visitasíu og spurði hvað kirkjan tæki marga: Þetta er heljar mikil skjóða og tekur heilt helvíti. Þá var Silfrastaðakirkja í einkaeign en er nú í eigu safnaðarins. Steingrímur keypti síðar orgel ásamt Silfrastaðasöfnuði og deildist kostaðurinn til helminga. Svo slapp mús inn í kirkjuna og nagaði gat á orgelið og þurfti að fá viðgerðarmann til að laga skemmdina. Steingrímur sagði þá að músin hefði nagað orgelið safnaðarmegin, því honum þótti verra að þurfa leggja út fyrir viðgerðinni.
Í gærkvöldi héldum við Tóti boð, af því að okkur langaði til að hitta fólk. Það tókst ágætlega að því að okkur fannst, þökk sé Siffu mágkonu og Kára bró sem stóðu eldhús- og grill vaktina og öllum skemmtilegu vinum okkar sem mættu. Versta var að fólk kann sér ekki hóf og gaf okkur ósköpin öll af gjöfum, reyndar mjög fallegum og eigulegum gjöfum en sama var. Ég segi eins og Bjössi heitinn Hjálmars sagði einhver tíma eftir að hafa haldið upp á afmælið sitt: Vænst þótti mér um að ekki urðu nein illindi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)