Dularfulla þvottabalahvarfið (part I)

Ekki höfðu þau Sigríður og Þórarinn búið lengi saman er þau fluttu austur í Ölfus, þar eð Hvoll heitir. Gerðist þar einn morgun að Sigríður var að hengja út þvott að hún var of sein og gaf sér ekki tíma til að láta þvottabalann inn að því loknu en hentist inn í Chervolet sinn og ók sem leið lá vestur til Reykjavíkurhrepps. Gerðist þau tíðindi (sem eru ekki tíðindi í Ölfusi) að hvessti mjög af norðri meðan að Sigríður var að heiman og er hún kom heim fann hún ekki balann þar sem hún hafði skilið við hann. Tók húsfreyja því afar illa og gekk heilan dag meðfram öllum skurðum milli Ölfusár og Þrengsla en fann aldrei balann og taldi hann fortapaðan.
Greyp mikið óyndi Sigríði vegna balamissisins en fékk ekki að gert. Löngu síðar var Sigríður stödd í kaffi hjá Elku frænku sinni sem bjó í þurrabúð þar nálægt. Kemur hún þá auga á þvottabala, ekki ósvipaðan þeim er hún tapaði. Hafði hún orð á því við frænku sína og sagðist hún hafa fundið balann á víðavangi. Komst balinn þá til síns heima og þá var kátt í höllinni.

Ég ætti nú ekki að segja frá þessu en sökum minnar eðlislægu "hagsýni" (lesist nísku?) keypti mér ekki nýjan bala í marga mánuði heldur ergði mig á því hafa tapað balanum svo klaufalega..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband