Æi, nei, ég sagði já..

Hvað er þetta með mig, harðfullorðna manneskjuna, að eiga erfitt með að segja "nei" á réttum stöðum??? Held að þetta sé landlæg óværa í prestastétt.

Hvaða, hvaða?

Ef að fólki finnst viðeignadi að veita vín í boði, þá má auðvitað gera ráð fyrir að einhver finni á sér ekki satt? Þeir velja sér spennandi viðfangsefni þessir dönsku blaðamenn. Jói færeyingur er örugglega ekki eini maðurinn á Norðurlöndum sem drekkur sig fullan í veislum.
mbl.is Sakaður um að hafa verið ölvaður í boði hjá Ingibjörgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegheit

Ég blogga heilu ritverkin í hugananum þessa dagana en lítið ratar á netið.
Allt í fína í Kína og túninu, jólaskjálfti að færast yfir börnin og mig lítillega. Ætlum að steikja laufabrauðið með henni móður minni og Olgu mágkonu. Þá komast allir í jóla-jólaskap.

Dimmar rósir

Var að byrja á nýjustu bók Ólafs Gunnarssonar sem hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldshöfundum. Honum ætlar ekki að bregðast bogalistin. Mikið er gaman að lesa góðar bókmenntir.

Að missa ekki trúna

Ég vona að enginn haldi að ég sé að missa trúna. Ég trúi á Jesú Krist og ég trúi á hið góða í heiminum. Hef enn þá bjargföstu trú að réttlætið sigri að lokum og trúi á upprisuna á efsta degi. Kannski fæ ég einhvern tíma aftur tiltrú á stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum? Það verður þó varla í náinni framtíð.
Er kát og hress, heil á sál en krönk á líkama. Ný komin heim úr borginni þar sem ég lærði samtalstækni í gær og dag. Það var mjög áhugavert og mest gaman að hitta Sólveigu Höllu vinkonu mína, Gunna Steingríms og fleiri guðfræðinga á Melunum.

Ég fer með!

Nú er ekki frá nokkru að hverfa. Það er ekkert eftir nema senda út dánartilkynningu þessa deyjandi flokks. Hann hvíli í friði.
mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndarlegu börnin mín

Kári bróðir hrósaði sér stundum af því að hann hafi alið mig upp. Eymundur Ás tekur einnig virkan þátt í uppeldi systur sinnar og hefur fundið upp nýja aðferð til að láta hana hlýða, möglunarlaust. Ekki víst að þessi aðferð virki nema tímabundið, en hún felst í hótuninni: Þá verður enginn Eymi! Það finnst Þórgunni náttúrlega ótækt og tekur engan sjensa. Beggi, hinn óviðjafnanlegi ljósmyndari, tók myndir af systkinunum í morgun. Maðurinn hefur ótvíræða hæfileika í að fá börn til að sitja kyrr, brosa og vera sæt. Kannski rata einhverjar á kort ef að kreppan sligar mig ekki fyrir jólin. Hér fylgir ein heima-misheppnuð frá í fyrra.

Jólasystkin frá í fyrra

 


Fallegur föstudagur

Veðrið er yndislegt í dag. Logn og grátt í rót og laun hált. Þórðarhöfðinn og eyjarnar eru dimmblá með gráar húfur. Og þrátt fyrir allt er gott að vera til og gaman að lifa.

Skelfilegt

Mikið rosalega finnst mér þetta sorglegt.
mbl.is Riða finnst á bæ í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er alveg rasandi

á þessu öllu saman. Svei mér þá.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband