Að missa ekki trúna

Ég vona að enginn haldi að ég sé að missa trúna. Ég trúi á Jesú Krist og ég trúi á hið góða í heiminum. Hef enn þá bjargföstu trú að réttlætið sigri að lokum og trúi á upprisuna á efsta degi. Kannski fæ ég einhvern tíma aftur tiltrú á stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum? Það verður þó varla í náinni framtíð.
Er kát og hress, heil á sál en krönk á líkama. Ný komin heim úr borginni þar sem ég lærði samtalstækni í gær og dag. Það var mjög áhugavert og mest gaman að hitta Sólveigu Höllu vinkonu mína, Gunna Steingríms og fleiri guðfræðinga á Melunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir morgunkaffið.  Ómetanlegt að byrja daginn á góðu spjalli yfir kaffi og ristuðu brauði 

Steina á Steini (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir hittið í Neskirkjunni .....alltaf gaman að hitta ykkur frábæru norðan konur úr fjörðunum hlið við hlið......!

Sunna Dóra Möller, 21.11.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband