Færsluflokkur: Bloggar
27.11.2007 | 19:12
Pizzubotn eins og Alma gerir
Nú má Ragnar Freyr fara að vara sig, þegar hagsýna húsmóðirin eys af sínum viskubrunni:
Kryddaður pizzubotn
500 700 gr. hveiti
2 bréf (lítil) þurrger
2 msk. matarolía
1 2 tsk salt
½ tsk. hvítlauksduft
- ½ tsk. hvítlaukspipar
- ½ tsk. Povencale frá Knorr ( þetta tvennt þarf ekki að vera en er mjög gott)
Volgt vatn
- Setjið þurrefni saman í skál
- bætið matarolíu og kryddi út í
- blandið volgu vatni í eftir þörfum og hnoðið þannig að deigið haldist saman.
Deig er sett í skál með loki. Skálin er sett í vel volgt vatn og látið hefa sig í ca. 30 60 mínútur. Á meðan deig er að hefast er álegg og grænmeti skorið smátt niður. Þegar deigið hefur hefað sig nægilega mikið er það tekið úr skálinni og hnoðað í það hveiti ef þörf er á. Breiðið það út með höndunum og setjið í vel smurða ofnskúffu. Pizzusósa er sett ofan á ásamt því sem þú vilt hafa ofan á þinni pizzu. Dreifið rifna ostinum þar ofan á. Bakist við 200 °c í ca 20 30 mínútur eða þar til ostur og kantar fara að fá ljósbrúnan lit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2007 | 19:28
Pizza með sögu og sál
Þegar heim var komið hafði ég ekki fengið meira af flatbrauði en svo að ég ákvað að baka pizzu í kvöldmatinn. Heimatilbúnar pizzur eru sjálfsagt afar ólíkar ekta ítölskum pizzum en ég geri mér enga rellu út af því. Loksins er ég komin upp á lag með gera þokkalegar flatbökur, enda komin á fertugsaldur eins og alkunna er.
Ég nota þrjár mismundandi uppskrifir að botni. Botn eins og Laufey gerir, sem er hefðbundinn grófur gerbotn var fyrir valinu í kvöld. Svo geri ég oft botn eins og Sobba kenndi mér, hann er með lyftidufti í staðinn fyrir lifandi ger, nú eða kryddaðan botn að hætti Ölmu. Ef að tilbúin pizzusósa er ekki til, sem er sjaldnast, þá sýð ég sósu eftir uppskrift frá Gunna Steingríms, þeim mæta guðfræðingi. Uppistaðan er tómatpúre úr dós, kryddað með hvítlauk, oregano, basilikum, pipar og salti og smá púðursykri. Ofan á pizzuna fer svo það sem er til hverju sinni. Í dag lenti þar skinka, ananas, bananar, ólífur, paprika, púrrulaukur og grænn pipar og úrval af ost afgöngum úr ísskápnum.
Ég hugsa hlýlega til þessara pizzu vina minna meðan ég er að koma þessu öllu heima og saman og inn í ofn og pizzan bregst ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.11.2007 | 22:11
Svekkjandi
Konur vinna enn flest húsverkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 17:42
Mánuður til jóla
Í von um að vinkonur mínar (nú eða bara einhver þarna úti) vilji heimsækja mig, þá tilkynnist hér með að ég er baka fyrstu smákökurnar. Það eru smákökur eins og Gunna frænka gerði, með vanhnetum og súkkulaði.
Hér komu konur í vikunnu og færðu Eymundi Ás glæsilega gjöf, það er Pleisteisjon tölva sem ku vera númer þrjú. Það var fallegt af þeim blessuðum en ég vona að fari ekki fyrir mér eins og Skrám þegar jólasveinninn ætlaði sér að gleðja hann með gjöfum í skóinn. Nú sitja feðgarnir límdir í einhverjum bílaleik með tilheyrandi hávaða og látum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 18:32
Mín helgistund
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2007 | 23:58
Á degi íslenskrar tungu
Á degi íslenskrar tungu hvatti Herra Sigurbjörn fólk til að gefa sér tíma til að kveða að orðunum og kenna börnunum vers. Oddur er fyrsta barnabarn foreldra minna og ég man hvað við Kári vorum stolt af honum þriggja ára gömlum, þegar hann fór með þessa gömlu vísu:
Nú er hlátur nývakinn,
nú er grátur tregur.
Nú er ég kátur nafni minn
nú er ég mátulegur.
Ég held að hún sé eftir Jónas, man ég það ekki rétt?
Í Akraskóla til forna máttum við læra ljóð utan að. Mér fannst það ótrúlega létt (jafn létt og mér fannst erfitt að prjóna og sauma út). Mín kynslóð kann ósköp fá ljóð en amma heitin, hún kunnu reiðarinnar bísn af ljóðum, þulum, versum og allskonar kveðskap. Nútíminn setur allt sitt traust á Google.
Bloggar | Breytt 18.11.2007 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2007 | 10:34
Arnaldur er frábær
Óvenju skemmtilegur dagur í gær að því leytinu til að ég heyrði í þremur vinkonum mínum sem ég hef ekki heyrt frá mjög lengi.
Fjölskyldufaðirinn skrapp til Danmerkur í helgarferð með hestinum í lífi sínu, honum Krafti. Ætla þeir félagarnir að sýna Dönunum einhver mögnuð atriði á kennslusýningu í Vilhelmsborg. Sú borg ku vera nálægt Árósum. Áður en Tóti fór var endurnýjuð samþykkt frá í fyrra um að kaupa eina jólabók fyrir jól. Arnaldur er á forgangslista og um ellefu leytið í gærkvöldi fékk ég svohljóðandi sms: Arnaldur er frábær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.11.2007 | 21:32
Vegið og mælt
Damon er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaðurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 00:48
Óvinur Íslands? Moi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.11.2007 | 11:07
Heim á ný
Börnin okkar voru í góðu yfirlæti í Flatatungu. Eymundur Ás grét þegar ég kom að sækja þau. Ég er löngu hætt að taka það nærri mér en félagsskapur fjölskyldunnar í Tungu verður ekki toppaður að mati Ássins.
Setti inn myndir frá helginni fyrir áhugasama..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)