Pizzubotn eins og Alma gerir

Nú má Ragnar Freyr fara að vara sig, þegar hagsýna húsmóðirin eys af sínum viskubrunni:

Kryddaður pizzubotn
500 – 700 gr. hveiti
2 bréf (lítil) þurrger
2 msk. matarolía
1 – 2 tsk salt
½ tsk. hvítlauksduft
- ½ tsk. hvítlaukspipar
- ½ tsk. Povencale frá Knorr ( þetta tvennt þarf ekki að vera en er mjög gott)
Volgt vatn

- Setjið þurrefni saman í skál
- bætið matarolíu og kryddi út í
- blandið volgu vatni í eftir þörfum og hnoðið þannig að deigið haldist saman.
Deig er sett í skál með loki. Skálin er sett í vel volgt vatn og látið hefa sig í ca. 30 – 60 mínútur. Á meðan deig er að hefast er álegg og grænmeti skorið smátt niður. Þegar deigið hefur hefað sig nægilega mikið er það tekið úr skálinni og hnoðað í það hveiti ef þörf er á. Breiðið það út með höndunum og setjið í vel smurða ofnskúffu. Pizzusósa er sett ofan á ásamt því sem þú vilt hafa ofan á þinni pizzu. Dreifið rifna ostinum þar ofan á. Bakist við 200 °c í ca 20 – 30 mínútur eða þar til ostur og kantar fara að fá ljósbrúnan lit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta frú Sigríður húsfreyja.  Þetta verður prófað.  Mér finnst reyndar líka ótrúlega gott að grilla pizzur á útigrilli, þ.e. þegar veður leyfir, helst lokaðar, þ.e. hálfmánapizzur.  Sesamfræ í botninum, ofan á eða inn í sósa, hráskinka, kirsuberjatómatar, parmesan og mozzarella, og þegar pizzan er komin af grillinu set ég ofan á rucola salat og furuhnetur

Ninna Sif (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:52

2 identicon

Þessi er komin í uppskiftamöppuna

Edda (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson

Ammi nammi namm.

Takk fyrir uppskriftina!    

Árni Svanur Daníelsson, 27.11.2007 kl. 23:16

4 identicon

Girnilegt og líka þessi á útigrillið spurning um að tékka á því...

Ég geri alltaf sjálf sósuna, með niðursoðnum tómötum (hökkuðum), pipar, oregano, basiliku, steinselju og öðru sem mér dettur í hug þann daginn....mjög gott :o)

Marta (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband