Færsluflokkur: Bloggar
25.2.2008 | 22:19
Palli frændi..
Áttu besta botninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 23:39
Mikið gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2008 | 08:31
Daginn lengir og langir dagar
Var í borg óttans í gær og byrjaði daginn á því að hlusta á stórmerkilegan þerapista frá BNA sem sérhæfir sig í öndunarfæra vandamálum. Hann sagðist hafa meðhöndlað um sex þúsund SMA sjúklinga og jós úr sínum viskubrunni. Síðan átti ég skemmtilegan dag með sex öðrum prestum, fór í Kringluna síðdegis með frænku minni áður en flugfélagið Ernir flutti mig heim. Krakkarnir voru kátir að sjá móður sína og þegar þau voru sofnuð skrapp ég í saumó. Ekkert verður upplýst um það sem fram fór enda sveif trúnaður yfir vötnum. Sturtan hennar Línu stendur upp úr sem græja gærdagsins.
Tóti fór í víking og ætlar að herja á þýska og svisslenska, svei mér ef ég sakna hans ekki.
Bloggar | Breytt 23.2.2008 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 23:34
Öll laugardagskvöld lífisins
Einu sinni hitti ég stelpu sem var mikil KFUM&K kona og ég man að hún sagðist ekki hafa farið í guðfræði vegna þess að hún ætlaði ekki að eyðileggja öll laugardagskvöld lífs síns. Mér fannst þetta rosalega fyndið en verður þó stundum hugsað til hennar þegar ég er að skrifa á laugardagskvöldum. Ég skal segja ykkur að oftast finnst mér mjög gaman að skrifa ræður, þannig að laugardagskvöldin eru síst lakari en önnur kvöld. En kemur svo sem í veg fyrir að ég vinni afrek í skemmtanalífinu og heldur mér frá áfengisbölinu um leið.
Þetta hefur verið algjör letidagur, blessunin hún tengdamamma kom og bauð börnunum í gistingu fram í sveit. Við hjónakornin fórum í sund og höfðum það huggulegt. Tamningamaðurinn er að undirbúa sig fyrir ráðstefnu suður í Þýskalandi um næstu helgi, þannig að það var kærkomið að fá næði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2008 | 14:09
Um hættulega storkufanga
Þetta minnir mig á að einu sinni þegar ég var barn, var ég stödd hjá ömmu á Akranesi á sama tíma og "hættulegur" fangi slapp úr fangelsi. Það er stutt á milli Reykjavíkur og Akraness og ég var ekki lengi að gera mér í hugarlund að fanginn gæti allt eins dulist í húsasundum á Akranesi eins og í Reykjavík. Kannski væri hann einmitt bak við bílskúrinn hennar ömmu að fela sig og yrði auðvitað að drepa þá sem óvart kæmu auga á hann? Sem betur fer var þetta ekki raunin en ég var hrikalega hrædd.
Vona að fanginn með skrítna nafninu verði hvori sjálfum sér né öðrum til tjóns.
Hættulegur strokufangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2008 | 19:50
Besti pizzubotninn til þessa
Ákvað í hádeginu að baka pizzu í kvöldmat. Áður en að því kom hitti ég mann sem þóttist viss um að ég væri með óþol fyrir geri. Leyfi mér að efast um það en fyrir vikið ákvað ég að baka sérlega hollan pizzubotn, án gers auðvitað.
Þennan fann ég á netinu og breytti lítillega. Hann mun vera ættaður frá Sollu sem kennd er við Grænan kost:
5 dl. spelt
3 tsk. lyftiduft
1 tsk salt
3 msk. ólívuolía
Slatti af kryddi (Provencale krydd frá Knorr, Fiesta de Mexíkó frá Pottagöldrum og hvítlaukspipar)
ca. 3 dl AB-mjólk
Setjið speltið, lyftiduftið, saltið og krydd saman. Bætið svo olíunni saman við og AB-mjólkinni á meðan þið hrærið blöndunni létt saman þangað til að deigkúla myndast. Ekki hnoða mikið, bara létt og lítið. Fletjið svo deigið út á bökunarpappír og bakið í ca. 5 mín við 180 gráður, það gerir gæfumuninn. Setjið pizzasósu og álegg ofan á og bakið svo áfram í korter.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 17:19
Voðalegt stress er þetta
Ætla yfir þrátt fyrir lokun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 17:15
Hvernig stendur á þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 01:31
Saumaklúbburinn sæti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2008 | 22:11
Ný hlutverk og áskoranir
Ég reyni yfirleitt að draga úr verkefnum mínum en auka þau, því oftast finnst mér ég hafa nóg á minni könnu. En nú hef ég fengið nýtt verkefni og skemmtilegt. Þannig er mál með vexti að heimilishesturinn Glanni þarf að komast í form fyrir meistardeildina. Fyrir þau sem ekki vita er það röð móta sem á að halda í vetur. Fyrirkomulagið er þannig að sá vinnur sem stendur sig best, samanlagt á öllum mótunum. Þetta varð til þess að ég fór í reiðtúr í blíðskaparveðri í dag og skemmtum við Glanni okkur hið besta. Glanni er mósóttur og alls ekkert glannlegur, fæddur í Holtsmúla hinum syðri en undan afbragðs góðri hryssu frá Sæmundi Hermanns. Hann var tryppi þegar að Tóti keypti hann og hafði í huga að koma sér upp keppnishesti. Sem varð um stund, Tóti tamdi Glanna alveg dæmalaust vel, hann er taumléttur og sérstaklega þjáll en samt vel viljugur. Þeir félagarnir voru farnir að keppa í fimmgangi og fóru saman gegnum reiðkennaradeildina á Hólum og stóðu sig auðvitað með prýði. Blekið var varla þornað á reiðkennara skírteininu þegar Glanni heltist, þá líklega á sjöunda vetri og var úrskurðaður spattaður og ónýtur. Það voru mikil vonbrigði, eins og gefur að skilja. Glanni fór því út í haga þar sem hann stakk við lengi vel. Þolinmæði Tóta er annáluð (kannski þess vegna sem hann getur búið með mér?). Hann beið því hinn rólegasti og vonaði að helti Glanna myndi lagast. Að fjórum árum liðinum hætti Glanni að stinga við og fékk þá nýtt hlutverk og mjög mikilvægt að vera heimilishestur eins og Eymundur Ás kallar hann. Hann fetar undir krökkunum og er í senn sjúkraþjálfari og gleðigjafi fyrir ungdóminn, auk þess að vera reiðskjóti húsmóðurinnar. Glanni er því mesti gullmoli, þó að honum hafi ekki verið spáð vel á tímabili. Að lokum er rétt að geta þess að Glanni á keppa smalatölti sem er nýleg keppisgrein hér á klakanum en mikið stundað í henni Ameríku.
Mitt eigið veikindaleyfi endar senn, ég er stálslegin en vona þó að ég þurfi ekki að brýna raustina alveg strax.
Bloggar | Breytt 4.2.2008 kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)