Færsluflokkur: Bloggar
1.2.2008 | 22:20
Útsvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2008 | 22:25
OMA eða hvað?
Ef að ég er ekki með athyglisbrest, þá gæti þetta verið lesblinda.. Svo er ég auðvitað ljóshærð, það hjálpar varla..
En framundan er fátt eitt annað en halda áfram að vera í veikindafrí nokkra daga, baka svo slatta af bollum um helgina, ekki tel ég það eftir mér, nema síður sé. Þannig er nú það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 13:57
Heimaveik húsmóðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 12:19
Home sweet home..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2008 | 21:03
Jæja þá..
er laus við kirtlana. Sé mest eftir að hafa ekki látið taka botnlangann í leiðinni. Er stödd á sjúkrhóteli Siggu frænku. Kannski ég geti fengið Dag B. til að líta á mig, hann er hálf atvinnulaus karlgreyið og hefur eflaust rýmri tíma eftir þetta dæmalausa útspil Ólafs og sjallanna.
En París er æðisleg borg, það ég vottað. Þar er eiginlega allt flottast; Lourve safnið er ótrúlega flott, andrúmsloftið í Notre Dame er algjörlega magnað, Effelturinn bísna hár og voða gott að borða. Fór að ráðum Ölmu og var dugleg að borða og hefur það sennilega orðið mér til lífs í dag. Hér skiptast á hóglífi og meinlæti.
Ég held að ég sé að hressast, allavega er ég nógu hress til sakna barnanna minna.
Yfir og út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2008 | 10:35
Sitt af hvoru tagi
Ætla að taka mér frí um helgina og fara með hestamanninn suður til Parísar. Það verður kærkomið en Adam verður ekki lengi í Paradís, á þriðjudaginn ætlar Stokkhólmabóndinn að kippa úr mér hálskirtlunum. Þá verð ég að leggja niður mína uppáhalds iðju, sem er að borða, allavega um stundarsakir.
Hér leikur allt í lyndi; börnin frísk, Marie byrjuð í Fjölbraut og Tóti komin með fullt hús af gæðingum til að þeysa á. Hvað er hægt að biðja um meira?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2008 | 19:22
Ég lifi - í Jesú nafni..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 22:29
Elsku kallarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2008 | 09:47
Þrettándatónleikar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2008 | 15:14
Nýtt ár með nýjar spurningar
Er ekki bara komið nýtt ár, svei mér þá! Ég er enn með snert af áramótþunglyndi, það er mjög leiðigjarn kvilli en sem betur fer gengur það yfirleitt yfir af sjálfu sér. Í því sambandi er ég að velta fyrir mér ýmsum krefjandi spurningum, eins og a) Er ég að verða gömul? b) Af hverju langar mig ekki lengur á þrettándaballið? c) Hvers vegna strengi ég ekki lengur áramótheit um nýjan og bættan lífstíl og stefni að því að missa tíu kíló fyrir vorið? d) Hvert fer ég í sumarbústað með hinum "gömlu" vinkonum mínum í ár? e) Hvers vegna ætlar Ástþór enn að bjóða sig fram til forseta?
En að öðru leyti er ég bara þokkaleg. Helgihald gekk vel fyrir sig um jól og áramót. Frá Þorláksmessu til áramóta komu á sjöunda hundrað manns til að taka þátt í helgihaldi. Get ekki verið annað en ánægð með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)