Færsluflokkur: Bloggar
2.1.2008 | 08:34
Gleðilegt ár, nær og fjær
Held að þetta verði afbragðs ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2007 | 02:15
Af messugjörðum
Ég átti merkilegt samtal við kunninga minn í dag sem sagðist hafa farið í messu á Reykjavíkursvæðinu á jóladag og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann sagði að fólk hefði talað saman allan tímann meðan á messugjörð stóð, sama hvort var undir sálmum, prédikun eða öðrum messuliðum. Þetta líkaði mér illa að heyra. Mínir sauðir hvorki hósta né stynja, enda vel aldir upp. Með einni undantekningu þó; Tóti varð að bera tveggja ára dóttur okkar gargandi út úr messu á aðfangadagskvöld, fimm ára bróðir hennar fyrirvarð sig fyrir uppátækið og felldi tár af því tilefni. Þetta atvik varð til að skipta kirkjugestum í tvær fylkingar; þá sem studdu aðgerðina að barnið var fjarlægt og hina sem fannst allt í lagi þó hún hefði gólað aðeins og vildu jafnvel að hún hefði fengið sínu framgegnt, að fá að fara til móður sinnar.
Að vanda var miðnæturmessan með rólegra yfirbragði en aftansöngurinn. Kirkjusókn er ágæt samkvæmt venju. Að því sögðu ætla ég í bólið. Só long.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.12.2007 | 11:29
Gleðilega jólahátíð
elskurnar mínar.. megi friður jólanna umvefja ykkur á bak og brjóst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2007 | 18:15
Mannfræðirannsókn í saumaklúbbi
En við fundum út i sameiningu að í hverri fjölskyldu er kona sem bakar ógrynni af lagkökum og deilir út til vina og vandamanna. Athyglisvert?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2007 | 16:13
Íslenskar konur, auðvitað
látið nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir.
Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að
hún ætti að þvo upp og þrífa húsið. Það tók nokkra daga en á þriðja
degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.
Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað
konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Fyrsta
daginn hafði ekkert gerst annan daginn hafði það aðeins skánað og
þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og
meðlæti í matinn.
Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að
hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá
garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma. Hann
sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá
hann ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá
aðeins með vinstra auganu, nóg svo hann gat útbúið sér eitthvað að
borða og sett í uppþvottavélina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2007 | 14:12
Grunaði ekki Gvend
Handfrjálsir farsímar hættulegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 22:44
Enginn almennilegur íþróttamaður?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2007 | 23:15
Súkkulaði og rökkur á sunnudegi
Eina sem ég gerði ekki í dag sem ég vissulega hafði þó ætlað mér voru þrjár jólaprédikanir. Ætli endi ekki með að ég tali það sem andinn blæs mér í brjóst? Grín. Allt í vinnslu og allt undir kontról. Nema jólakortin. Mér virðist fólk vera að detta út af jólakortalistanum, algerlega að ósekju og án þess að hafa til þess unnið. Nokkuð ljóst að ég verð að sjóða súkkulaði áður en ég legg í jólakortaskrif.
Fæ son minn í heimsókn í kirkjuna í fyrramálið ásamt skólahópnum úr Árvist. Hann er búin að óska eftir að fá að vera hjá mér, þar sem að hann sé sonur minn. Það er ekki nema sjálfsagt, aldrei að vita hve lengi blessuð börnin vilja kannast við foreldra sína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2007 | 08:59
Flottir krakkar- og kennarar
Nemendur Grunnskóla Skagafjarðar voru hæstir í öllum námsgreinum hér á landi sem Pisa könnunin tók til. 15 ára grunnskólanemendur í 57 löndum OECD tóku samræmd próf í náttúrufræði, stærðfræði og lestrarskilningi. (Heimild Skagafjörður.com)
Þetta er aldeilis ánægjulegt að lesa og gleður mitt gamla hjarta. Mér varð hugsað til allra vina minna í kennarastétt, mikið er ég stolt af því góða fólki. Þau geta borið höfuð hátt og farið brosandi í jólafrí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2007 | 12:55
Í lægð í lægðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)