Færsluflokkur: Bloggar

Velheppnuð magakveisa

Ég er syfjuð. Einkasonurinn var með magaverki og uppköst í nótt. Mjög snyrtilega og vel heppnuð gubbupest verð ég að segja. Hann náði alltaf að kalla á okkur áður en hann gubbaði og ekki dropi fór framhjá æludallinum. Pilturinn hefur tekið gleði sína á ný og spilar Sequence við Maríe. Nú er bara að sjá hvort að ungfrúin góða sleppi.

Kaldir fætur, happy fætur

Við mæðgin eyddum helginni á Akureyri og í Hlíðarfjalli. Þar var boðið upp á námskeið í vetraríþróttum fyrir fatlaða. Eymundi Ás fannst svo gaman á sleðanum að hann vildi ekki hætta fyrr en að fæturnir voru orðnir helkaldir. Okkur til fulltingis og skemmtunar voru Tungubörnin og móðir þeirra, hver öll eru að verða hin flinkustu á skíðum. Allir fóru á skíði nema ég. Fékk einhverja slæmsku í bakið eða öllu heldur fótinn þannig að ég er ekki upp á marga fiska hvað líkamlegt atgervi áhrærir og er viðskota ill eftir því. Fórum í sund og fengum gistingu hjá Ölmu og fjölskyldu út í þorpi, þar sem okkur var tekið tveimur höndum.
Þórgunnur fékk að vera hjá ömmu sinni og afa á meðan þessu gekk en fjölskyldufaðirinn brá sér í helgarferð til Árhúsa í Danmörku þar sem framfór töltmót á ís. Ég reyndi að benda honum á að styttra væri að renna vestur á Svínavatn þar sem væri hægt að komast á ísmót . Það bar ekki árangur.

Ég er í góðum málum

..samkvæmt þessu. Foreldrar mínir eru örugglega vel yfir meðallagi hamingjusöm.
mbl.is Hamingjan er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölbreytni lífsins

Það er enginn eldri en hann vill vera eða hvað?
mbl.is Stefnir á maraþonhlaup 101s árs að aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsuátak (nr.XXX)

Hef afráðið að fara að ráði Jóhönnu vinkonu minnar og hefja heisluátak. Mjög langt síðan ég hef farið í heilsuátak en hef þó bæði farið oft í slík átök og þá gjarnan byrjað snarpt og oftast endað snögglega. Þetta heilsuátak felur í sér að minnka sætinda át og hvítt hveiti. Í kreppunni get ég ekki gert kúabændum að draga úr mjólkurneyslu, svo ég keypti skyr og rjóma í hádegismat handa hestamanninum sem birtist hér slæptur og ferðalúinn um sexleytið í morgun. Fagnaðarlátum barnanna ætlaði aldrei að linna. Heilsuátakið kemur í kjölfar sukksamrar helgar; ég fór á mjög skemmtilega árshátíð og át á mig gat og skírnarveislu í gærdag og át aftur á mig gat. Að vísu hefði ég getað farið í skírnarveislu á laugardag líka og sjötugs afmæli en einhvers staðar verður að draga mörkin.
Ástríkur og Steinríkur á ólympíuleikunum reyndist verulega ofbeldisfull fjölskyldumynd. Kannski er alveg hætt að gera fallegar myndir ætlaðar börnum?

Guði sé lof fyrir góða veðrið

Æðislegt að geta farið út með börnin úlpulaus á flíspeysum 1.mars. Fórum í hesthúsið og með fulltingi Hölla frænda fór Eymundur á hestbak sér til heilsubóta og yndiauka. Þórgunnur settist líka á bak en aftók með öllu að hesturinn hreyfði sig.

Við höfum það ljómandi gott, ég, börnin og sænska vinnukonan. Ætla að skella mér með hestamönnum á árshátíð í kvöld, þó ekki mínum hestamanni sem enn er ekki komin til síns heima. Það stendur til bóta á morgun.


Gott kvöld

Dagur Guðmundar góða var haldinn hátíðlegur á Hólum í kvöld. Gamli prófessorinn minn, hann Einar biskups bróðir og biskupsson flutti þar skemmtilegt erindi um sögu biblíuþýðinga á Íslandi, Didda á Tjörn söng eins og engill og Vinum Vestmannsvatns var úthlutað úr áheitasjóði Guðmundar góða. Að öllu þessu loknu var gengið heim til biskupshjónananna og veitingum Margrétar gerð skil. Verst að mig langar að hefjast strax handa við mastersritgerðina mína, sem ég ætla þó ekki gera fyrr en um fertugt. Ég ætla nefnilega að skrifa mastersverkefni um sálmaskáldið Pál Jónsson í Viðvík, helst undir handleiðslu Einars Sigurbjörnssonar. En nú vitið þið meira en hann veit. Þessa frábæru hugmynd að verkefni fékk ég hjá ekki ómerkari manni en Jóni Ormari. En þetta var afbragðs gott kvöld.

Krabbó

Alltaf er nú gott að vera búin að fara í krabbameinsskoðun. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað í kjölfar krabbameinsleitar. Sumar konur vilja ekki fara í skoðun hér heima og fá sér tíma í Skógarhlíðinni. Þegar að ég var nýbyrjuð í háskólanum, rúmlega tvítug fór ég í skoðun þar syðra. Sem er ekki í frásögur færandi. Ég spurð hvort að mér sé sama um að læknakandidat sé viðstaddur. Jú, mér slétt sama. Nema hvað svo er mér vísað inn í skoðunarstofuna af hjúkrunarfræðingnum og gamall og gráhærður læknir gengur inn á undan mér og fast á hæla honum, ungur maður í hvítum slopp. Ég fékk snert af bráðkveddu og stundi upp við hjúkkuna að ég væri búin að skipta um skoðun, ég vildi ekki hafa kandidat að horfa á. Ungi maðurinn var skólabróðir minn úr framhaldsskóla og mig langaði alls ekki að hafa hann viðstaddan.


Vonandi örðum til viðvörunar

Bloggið er vand meðfarið og hægt að nota til góðs og ills. Vissara að gæta tungu sinnar og putta á lyklaborði.
mbl.is Sekur um meiðyrði á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn í kvöldmat

Hlakka til á morgun að fá tvo mestu framsóknarvini mína í mat. Kannski hefði ég átt að bjóða öllum flokknum, hann mælist ekki nema 6% hvort sem er? Einhverjar tillögur að matseðli? Sauðaspað eða rykklingur? Allavega verð ég að græja ís handa Siffa, það mun hitta í mark.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband