11.12.2007 | 21:12
Margt býr í blogginu
Í bloggheimum búa vitrir og sannir mannvinir sem mega ekki vamm sitt vita. Þeir vanda um fyrir öðrum bloggurum sem lenda út af sporinu. Það er gott og blessað en mikið ósköp sárnaði mér þegar hagsýni mín var dregin í efa, sem hefur verið mitt vörumerki fram til þessa eins og allir sem til mín þekkja vita. Eins gott að skrápurinn er þverhandar þykkur.
Athugasemdir
Ég hélt í morgun að ég væri á röngu bloggi. Hvað fólk er þetta? Ég bara þoli ekki þetta femenista tal. Hvernig væri að þessar konur færu að vinna? Ráðherra eða Ráðfrú? Eyðið frekar tíma í að aðstoða sjúka og fátæka. Og Sigga mín látu engan segja þér að þú sért ekki hagsýn ég votta það! Helv..... löggann að taka þó að maður sé aðeins að tala í símann. Það má ekkert gera í dag!
Sobba (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:11
Já fínt já sæll!!! Hvað er í gangi í þessum bloggheimi. Sammála henni Sobbu eins og svo oft áður ég tek undir þessa vottun um að þú ert hagsýnni en margur annar. Svo var ég meira að segja tekin af löggunni áðan en sem betur fer var það bara eitthvert tékk og allt í gúddí með það. En saman stöndum vér og sundraðir föllum vér!!!!!!
Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:11
Ja ef þú ert ekki hagsýn... hvert stefnir þá veröldin Sigga mín. Hvað heldur þú að við lærum á smávægilegum brotum sem þessu. Íslendingurinn í eðli sínu ÞVERneitar yfirleitt að læra af nokkrum sköpuðum hlut. Pésar.. sem lítið hafa annað að gera en þrugla nafnlaust á bloggsíðum heiðvirðra húsmæðra ættu frekar að eyða kröftum sínum í að hugsa, eða að draga einhvern lærdóm af þessu öllu saman. Því ég er aldeilis viss um það að utanbæjarlöggan er alltaf litin öðrum augum í litlum samfélögum en heimalöggurnar.. Eðli málsins samkvæmt er sá fyrrnefndi ekki í takt við smárborgarstílinn sem er á hverjum stað fyrir sig. Þó svo að þeir eigi fyrst og fremst að hafa lögin í heiðri þá þurfa þeir líka að öðlast virðingu samborgaranna. Þá þarf að hugsa um litlu atriðin ekki síður en þau stóru
Gunna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.