Færsluflokkur: Bloggar

Kristur er upprisinn!

Boðun dagisins
Chesterton sagði fyrir löngu: "Sá sem trúir ekki á Guð trúir ekki engu. Nei, hann trúir öllu!" Sniðugur þessi Chesterson.

Lögleg efni en örvandi

Ég hef miklar mætur á Robbie Williams. Tóti las fyrir mig frétt úr Mogganum við morgunverðarborðið þar sem sagði að Robbie hafi verið farinn að drekka 20 Red bull á dag, 36 bolla af espresso og reykja 40 sígarettur með. Orðinn pínu trekktur kallinn.

Ferðaprestur

Í gamla daga voru til farandprédikarar. Held að ég flokkist sem ferðaprestur.

Netbann

Er alvarlega að íhuga að setja sjálfri mér takmörk í netnoktun. Kannski ég sé orðin vinstri græn rétt fyrir kosningar? Grín, 1.apríl...

Líkamshiti og kuldi

Í þau tvö skipti sem ég hef verið barnshafandi hef ég kunnað vel að meta þá aukaverkun að vera alltaf heitt. Nú er mér alltaf kalt. Líklega best að flytja suður á bóginn eða leggja drög að fleiri börnum. Eða ganga í ullarsokkum árið um kring. Síðasti kostur hljómar heillavænlegastur.

Máttur miðlanna

Úff, þessi Nigella! Tóti er farinn í Hlíðó að kaupa ís og ég, fullkomlega meðvirk er byrjuð að græja heita karamellusósu. Förum svo í kólesteról og blóðþrýstingstékk eftir páska. Ef Guð lofar.

Báðir græddu

Stebbi á Keldulandi var gjarnan í hestakaupum í gamla daga og taldi sig oft hagnast á slíkum viðskiptum. Einu sinni var hann að segja frá hestakaupum og bætti svo aftan við söguna. Við græddum báðir. Rifjaðist upp fyrir mér þegar laganemar komust í fréttir fyrir að bjóða útlendingum upp á ókeypis lögfræðiaðstoð. Slíka aðstoð hafa laganemar veitt Íslendingum til margra ára. Þá datt mér í hug að guðfræðinemar ættu að bjóða upp á sálgæslu, að sjálfsögðu ókeypis. Alltaf best þegar báðir græða.

Hækkaður blóðþrýstingur

Komst í gríðarlega geðshræringu við að sjá MK og MH eigast við í Gettu betur. Kastaði fyrst tólfunum þegar MH-ingar sungu "Gleði, gleði, gleði.."eftir að hafa tapað með einu stigi. Varð mér til happs að Sólborg hringdi í þeim svifum og veitti mér áfallahjálp. Góðir vinir eru ómetanlegir.

Þrýstingurinn er oft á tíðum við efri mörk þessa dagana. T.d. þegar dóttirin var búin að hella úr heilu glasi af sanseruðu Dior naglalakki á stofugólfið. Sá bæði eftir naglalakkinu og parketinu.


Mig dreymdi draum

Alveg fáránlegan draum. Þar komu margir bloggarar fram sem ég þekki ekki neitt nema af skrifum þeirra á netinu. Mest hissa á að Guðbjörg Kolbeins kom ekki við sögu. En Bjarni Harðarson var þarna og Raggi Bjarna og Hannes bróðr hans sem ég var alveg búin að gleyma að væri til. Sigmar, draumur allra kvenna var þarna líka. Er það ekki skrítið? Set drauminn í samband við vera aftur komin með hita og hálsbólgu. Þarf greinilega meira en einn pensilinkúr til að yfirbuga kokkana.

Jethro Tull á leiðinni

Vá hvað væri gaman að fara á þessa tónleika. Sem minnir mig óneitanlega á hvað ég hef forneskjulegan og ósamstæðan tónlistarsmekk eða fjölbreyttan og tímalausan tónlistarsmekk, ef maður vill frekar hafa það þannig.

mbl.is Jethro Tull til Íslands í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband