Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2007 | 20:56
Spáð og hrakspáð
Og ekki láta ykkur dreyma um að við komumst áfram í Júróvisjón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2007 | 23:48
Erfiður dagur að kveldi kominn
Þetta var nú meiri dagurinn. Ætla samt ekki að fara út í nein smáatriði, því þá fer ég að hljóma eins og konan sem var búin að fá alla sjúkdóma nema pungsig. En það verður ágætt að fara í vinnuna og hitta Siglfirðingana á morgun.
Guðspjallstexti morgundagsins er svo yndislegur, þú hefur gott af því að lesa hann:
Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður. Ég kalla yður ekki framar þjóna, því þjónninn veit ekki, hvað herra hans gjörir. En ég kalla yður vini, því ég hef kunngjört yður allt, sem ég heyrði af föður mínum. Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt, sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. Jh. 15.12-17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 06:26
Gullfoss og Geysir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2007 | 23:02
Spennandi tímar
Lærði heilan helling fyrir og á flugslysaæfingunni og kynntist skemmtilegum konum sem eru með mér í áfallateymi. Ég get varla hugsað mér neitt kristilegra en starfa í áfallateymi og sinna fólki sem er í aðstæðum sem enginn vill lenda í. Svona getur maður verið skrítin.
Prédikaði í Sauðárkrókskirkju í dag í 25°hita og bjóst ekki við að neinn kæmi, en viti menn fullt af fólki. Svo var rölt á barinn og sest á héraðsfund. Hef ekki grænan grun um hvað er langt síðan að ég kom síðast inn á Mælifell en það gætu verið allt að tíu ár, hugsið ykkur. Það er bara svona að vera kona, eins og hún Marta segir stundum.
Heimasætan átti slæma helgi; ælupesti í fyrrakvöld og nótt, einhver óskilgreind veiki í dag og svo datt hún ofan af eldhússtól til að toppa sig, nýbúin að borða og gubbaði út í öll horn í beinu framhaldi. Hún er voðalega sóttköld eins og sumir ættingar hennar og heimilisfaðirinn var orðinn andlega úrvinda þegar héraðsfundinum loksins lauk.
Ef að heilsa heimasætunnar leyfir langar mig fram á Kjálka að skoða litlu lömbin á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2007 | 19:05
Hjartað slær enn
Nú er ég búin að vera í húsmæðraorlofi á Húsavík undanfarna daga. Mikið var gaman að hitta gamla félaga og kynnast nýju fólki. Veðrið var yndislegt og Þingeyjasýslan skartaði sínu fegursta.
Framundan er fjörug helgi, flugslysaæfing á morgun, þar sem verður látið reyna á hvort við séum í stakk búin að höndla stórslys. Svo er héraðsfundur og sæluvikan á sunnudag. Eintóm sæla..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2007 | 08:42
Gleðilegt sumar..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2007 | 08:41
Stjórnmálaleiði og valið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 12:45
Allra meina bót
Súkkulaði hefur meiri áhrif á heilann en ástríðufullur koss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2007 | 09:11
Heim á ný
Heimsóttum stoðtækjafræðing, taugalækni og röngendeild sem skaut nokkrum myndum af Eymundi Ás. Líklegt að við þurfum að koma aftur þegar verður búið að skoða myndirnar.
Heimsóttum allar heimsins föðursystur, föðursystir barnanna minna og báðar föðursystur mínar og fengum Ingu Heiðu og Gunnu Jóns í heimsókn til okkar. Sá framsóknarmanninn og konu hans í mýflugumynd. Óvæntasta ánægjan var að hitta gamlan skólafélaga og frænda, Vigfús Bjarna prest á Barnaspítalanum og Laxmýrung. Var næstum því búin að gleyma honum, þó það sé eiginlega ekki hægt. Annan Aðaldæling fundum við líka í Eymundsson sem pakkaði inn fermingargjöfum í akkorði.
Lögðum okkar að mörkum til að halda hagvextinum uppi með því að styrkja ýmsa kaupmenn á höfuðborgarsvæðinu. Hef oft heyrt mæður tala um að þær kaupi ekki neitt á sig, endi alltaf með að kaupa föt á börnin. Ég var einbeitt og meðvituð í Kringlunni og tók stóran sveig framhjá barnafataverslunum. Kom heim með nýja kápu og nýja skó.
Hestamaðurinn reið ekki feitum hesti frá þessum túr. Hrossið var með almenn andmæli og mótbárur við því sem það átti að gera. Mér datt í hug hvort hesturinn væri komin með keppnis-óþol og finndist kannski bara keppnir óþolandi? Margt býr í hesthausnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 23:00
Sjaldséður gestur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)