Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2007 | 12:47
Hvað er það sem þarf til?
Ég var ekki sammála Þorgerði Katrínu þegar hún vildi stytta framhaldskólann og útskrifa stúdenta á þremur árum. Kannski vegna þess að ég nennti aldrei að leggja hart að mér í námi og var því ekki nema rétt meðalskussi í skóla. En ekki síður vegna þess að ég á góðar minningar frá mínum framhaldsskólaárum, þar sem ég tók þátt í félagslífi, eignaðist frábæra vini og hafði tíma til þess að gera fleira en læra. Ég hefði aldrei komist á Hraðbraut. Margir af mínum skólafélögum vörðu miklu meiri tíma í námið en ég og sumir fengu mun hærri einkunnir. Hinsvegar voru líka nokkrir sem þurftu að leggja hart að sér til þess að halda áætlun. Þau hefðu ekki þurft að láta sig dreyma um að komast á Hraðbraut, því þau hafa ekki það sem þarf til, eins og auglýsingin spyr um. Ég er ekki viss um að unglingunum sem "hafa ekki það sem til þarf" finnist auðvelt að lesa auglýsinguna frá Hraðbrautinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2007 | 19:32
19.maí er í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 12:21
Ó, ljúfa líf
Nú er ég atvinnulaus og það er ósköp notalegt (lítið á fugla himinsins). Ég er búin að vera mamma í fullu starfi frá því á þriðjudag og var næstum búin að gleyma að hef fleiri skyldum að gegna, gagnvart Guði og mönnum, þegar ég var beðin að taka að mér útför um næstu helgi. Það gleður mitt gamla hjarta að fólk velji mig til mikilvægra verka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 16:56
Stjórnarslit og pönnukökur
Þetta var nú ágætt allt saman. Nú verða vinstri menn og kratar að finna sér einhverja aðra en Framsóknarflokkinn til að kenna um allt sem aflaga fer. Bændur búi sig undir nýsjálensku leiðina í landbúnaði og svo göngum við léttir í lundu í EB. Eins gott að ég er komin upp á lag með að baka pönnukökur til að geta fagnað aukinni velferð sem samfylkingin hefur lofað okkur komist hún til valda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 21:02
Æi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 21:46
Kosið og ekki á allt kosið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2007 | 09:24
Hr. Bónus auglýsir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 15:49
Bækur og ljóskur
Sóknarpresturinn á Siglufirði hefur ekki þreytst á að segja mér brandara undanfarnar vikur. Marga þeirra hafði ég heyrt en var búin að gleyma þeim. Til dæmis þennan:
Tvær ljóskur ætluðu að gleðja þá þriðju með gjöf. Þá segir önnur: Eigum við að gefa henni bók? Hin svarar: Nei, við skulum ekki gera það. Hún á bók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 15:06
Ný læknisfræðileg rannsókn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 12:37
Gaman að lifa með og án lifrarpylsu
Í gærkvöldi var fundur hjá Þroskahjálp í Skagafirði og Hún. Fyrir fáum mánuðum vissi ég varla að sá félagsskapur væri til en skyndilega er ég orðin formaður í sama félagi. Margt kemur manni á óvart en enginn annar fékkst í verkið. Þetta var fínn fundur, ráðgjafar frá Sjónarhóli og Landsamtökum Þroskahjálpar kynntu starfsemi sína og héldu áhugaverð erindi. Það er þó nokkur pakki að setja sig inn í allt sem varðar málefni fatlaðra.
Börnin mín skipuleggja Eurovision partý á fimmtudagskvöldið. Öllu heldur skipuleggur Eymundur Ás og Þórgunnur kemur með eins atkvæðis athugasemdir á réttum stöðum. Þá skal vera í boði pitsa bökuð af okkur mæðginum. Hann Eymi Ás Sigguson er ákveðin í að teyga bikarinn til botns og ekki þarf að tilefnið að vera stórt svo hægt sé að halda partý.
Er á leiðinni til Siglufjarðar, kannski í síðasta skipti í embættiserindum. Kann vel við Siglfirðinga og hef átt við þá gott samstarf og uppbyggileg samskipti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)