Færsluflokkur: Bloggar

Farið hefur fé betra og skúffukaka

Á sama tíma og Geir Hilmar biðst lausnar er ég er að baka skúffuköku. Þetta eru ekki alveg sambærileg tíðindi en hér um bil jafn fátíð. Ég baka nefnilega næstum því aldrei skúffuköku og varð að leita á náðir veraldarvefsins til að finna uppskrift. Eymundur Ás á von á vinum síðdegis í vinahóp og ég verð að reyna að standa mínar móðurlegu skyldur um veitingar við hæfi.
Gott að þessi ríkisstjórn er sprungin, hún var ekki að virka sem skyldi. Við fáum sem sagt skúffuköku með mjólk hér í túninu heima en hvað fær þjóðin í staðinn fyrir Geir og Imbu Sól?

Það var lagið

Ansi var þetta gott hjá þeim! Sérstaklega að spila fótbolta inn í bankanum og bera Elínu út.
mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt 2009

Hvenær er tímabært að blogga? Ég veit það ekki.

Bless 2008!

Þá sér fyrir endann á þessu ári. Sem betur fer kemur nýtt ár, vonandi færir það okkur gæfu og gleði.

Þessu get ég trúað..

..þessu get ég vel trúað.
mbl.is Etum, drekkum og verum glöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin, jólin, allstaðar..

Helgihald jólanna hefur gengið stórslysalaust, 360 manns komu í kirkju í aðfangadagskvöld í tvær messur, rólegra yfir messusókn á jóladag. Fórum út í Ketu á Skaga að messa í gær og þar klikkaði ekki messusóknin frekar en vanalega.
Börnin eru sæl og glöð í jólafríinu enda veislur upp á hvern dag og við foreldrarnir eru líka mjög fegin að brjóta upp rútínu hversdagsins. Húsbóndinn spilar reglulega bridge það gerist einu sinni á ári og þá hittast gamlir félagar og taka í spil og fá sér í aðra tána. Mér finnst það mjög skemmtilegur siður hjá þeim og dáist að þeim að halda spilakunnáttunni við;-).
Þessi dagur er nánast fyrirkvíðanlegur því framundan eru tvö jólaboð. Sjálfstjórnin er alveg í lágmarki á slíkum samkomum. Að jólaboðum loknum er planið að hitta nokkrar vinkonur frá gamalli tíð hjá Guggupuggu í Víðihlíðinni númer eitt. Það er erfitt en gaman að lifa í þessum heimi. Ætla að skríða undir sæng meðan að börnin eru upptekin við að horfa á músahús Mikka og lesa nokkrar síður í Myrká.
Vona að þið hafið það gott yfir hátíðirnar og njótið samvista við fjölskyldu og vini.

Gleðilega hátíð!

Jólin eru að koma, allt að verða klárt í túninu heima. Búið að fara í jólabað hvað þá annað. Biðin er börnunum erfið og töluverð pakkastreita í Eymundi Ás. Óskum ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar. Guð geymi ykkur.
IMG_0333

Rauð jól?

Þurfti ekki endilega að fara að rigna ofan á fína jólasnjóinn sem kom í dag? Er það nú skipulag á veðrinu.
Dagurinn gerist víst ekki styttri en þetta og Þorláksdagur á morgun..

Út með jólaköttinn..

Nú er ég komin á fremsta hlunn með að skila kettinum hennar Sunnu. Hann er eitthvað að misskilja þetta með jólaköttinn, því trúlega heldur hann að það sé hann sjálfur. Síðastliðna daga hefur hann étið túnfisksalat sem ég var nýbúin að laga af mikilli alúð, bíta mig í betri hælinn og kornið sem fyllti mælinn var þegar að hann byrjaði að rífa í sig forláta dyrakrans keyptan í RL Gallery. Hef ekki heyrt um kött sem étur jólaskraut fyrr.

Undirbúningur jólanna gengur ágætlega, hann er reyndar frekar á andlega sviðinu en hinu sýnilega. Börnin eru að leika sér saman í legó og syngja jólalög með öðrum systkinum, KK og Ellen og hestamaðurinn er hvergi sjáanlegur því að tamningatryppin eru ekki enn komin í jólafrí.


Jólaös og jólakort

Krókurinn er eins og stórborg í dag, bílaraðirnar eftir götunum og mikið líf í tuskunum. Ég er hálfsybbin, tekur á að vera í saumaklúbb fram á nótt.

Er u.þ.b að setja héraðsmet jólakortaskrifaafköstum. Pósturinn er opinn til sex í kvöld, svo ég hef enn smá stund.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband