Færsluflokkur: Bloggar

Kristur er upprisinn! Gleðilega hátíð!

Finnst ykkur ekki yndislegt að fagna upprisu Jesú Krists? Ég gleðst því að ég Guðsson á. Fullt af fólki lagði á sig að vakna og mæta í messu klukkan átta í morgun. Lífið er yndislegt, sérstaklega á páskum.

Skandall sem sér ekki fyrir endann á

Ég er farin að vorkenna sjálfstæðismönnum. Hrikalegt klúður í alla staði og of stutt í kosningar til að þjóðin verði búin að gleyma.
mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrossarækt 2009

Árið 2009 ætlum við hjónin að rækta eintóma snillinga, leggja grunn að gæðingum framtíðarinnar og wannabe landsmótssigurvegurum. Ef þessi háleitu markmið ganga ekki eftir vonumst við til að eignast þægilega ferðahesta fyrir miðaldra fólk eða trausta barnahesta.
Við höfum ákveðið að halda tveimur merum, Naomí, Adamsdóttir fer undir Seið frá Flugumýri og Drífa Gustsdóttir (sem er nb með 9,5 fyrir skeið) fer suður á land til fundar Stála frá Kjarri.
Hvernig líst ykkur á þennan ráðahag?

Til hamingju Bróðir Svartúlfs

Mikið er ég stolt af þessum drengjum, stórkostlegur árangur. Í dag skín sól og eins og alltaf geta Skagfirðingar verið stoltir af sínu fólki.


mbl.is Bróðir Svartúlfs sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brunaliðið

Þetta hlýtur að vera brunaliðsmaður frekar en slökkviliðsmaður??
mbl.is Slökkviliðsmaður grunaður um íkveikjuna í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskudagurinn 2009

Systkinin á leið í Árvist og Glaðheima í gærmorgun. Eymundur Ás kom við á þrem stöðum til að syngja fyrir nammi og hætti þegar honum fannst nóg komið af slikkeríinu. Í dag fer hann í Rjóður og eyðir þar vetrarfríinu. Tóti ætlar að kíkja á sína norrænu vini í Svíþjóð og við mægðurnar verðum heima í helgihaldinu.
Öskubuska og beinagrind

Ávaxtakarfa 1.bekkjar

Sögumennirnir í Ávaxtakörfunni

 1.SJ setti upp leikrit fyrir árshátíð sína s.l. fimmtudag. Að sjálfsögðu var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur og hið sígilda verk Ávaxtakarfan tekin fyrir. Eymundur Ás var annar tveggja sögumanna og stóð sig prýðilega eins og bekkjarfélagar hans allir. Foreldrar og aðrir aðstandendur skemmtu sér konunglega.

 

 

 

 

 


Neðan beltis húmor

Æi, hvernig geta fullorðnir menn látið???
mbl.is Syngja með hjartanu og pungnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn er stundum lygilegri en raunveruleikinn

Er hægt að vera svona firrtur? Kannski kallinn fari á lyftarann eftir allt saman?
mbl.is Er draumurinn á enda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og enginn komi morgundagurinn?

Ágætt að Sigmundur ætlar ekki að temja sér hroðvirknisleg vinnubrögð frá fyrsta degi. Segi nú ekki margt fleira.
mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband