Af kettinum og umferðarpestum

Hér er óvísindaleg könnun í gangi. Er að athuga hvort að kötturinn sé virkilega sannspár eða hvort hann spái fyrir roki óvart eða þannig.
Er að skríða saman eftir langvarandi ælupesti. Það var nú meiri sendingin. ÞÞ byrjaði og gubbaði í tvo og hálfan sólarhring. Svo féll húsmóðirin í valinn en fékk ekki langan tíma til að jafna sig, því EÁ stimplaði sig inn aðfaranótt sunnudags. Síðasta gubb var í morgun og legg ég svo á og mæli um að þessu tímabili sé lokið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, ég er farin að hallast að því að kisi sé spákisi.  Það er bæði búinn að ganga yfir stormur veðurfars- og magalega séð.  Svo er það spurning hversu nákvæmur hann er, er þetta langtímaspá hjá honum eða er þetta spáin næsta sólarhringinn?

kv. kattarkonan

Alma (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband