8.11.2008 | 10:18
Eftir kaffibolla og Mogga
Það er drungi yfir þjóðinni þessa dagana. Skal engan undra því að niðursveifla efnahagslífsins virðist engan endi ætla að taka. Ég álít mig vera afskaplega hagsýna en við þessum ósköpum á ég engin svör, ekki frekar en ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan.
Eymundur Ás kallaði til mín þegar hann var að sofna í fyrrakvöld: Mamma, veistu hvað er mikilvægast í öllum heiminum? Og svaraði sér svo sjálfur: Það er vinátta og ást. Ekki vera að flækja einfalda hluti.
Athugasemdir
Ósköp hlýtur að vera gott að heyra svona á þessum tvísýnu tímum.
Sigurður Eyþórsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:18
Enimitt, snilld Hann er greinilga alveg jafn skynsamur og mamma sín.
Gugga (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.