27.10.2008 | 13:42
Fatlaða fjölskyldan í túninu
Jæja, mínir dyggu lesendur, mikið er nú gott að setjast aftur niður við vélina og hamra nokkur harmkvæli niður á lyklaborðið. Meðan ég man, takk fyrir allar góðar óskir og fyrirbænir.
Nú er undan mörgu að kvarta, s.s. risjóttu veðurfari og svo er ég alls ekki búin að jafna mig á sjokkinu yfir að kannski verði ekki hægt að kaupa Prins Póló, pólska megrunarkexið lengur. Bendi prins pólófíklum á að fá sér maltakex, sem er íslenskt og stenst prinsinu algjörlega snúning eða ganga enn lengra í þjóðerniskennd og skipta yfir í harðfisk eða rófubita í staðinn??
Er búin að vera mjög dugleg í dag, tók klukkustund í að fara í sturtubað, fyrst mátti ég föndra risavaxinn smokk úr laxapoka yfir gifsið. Hef aldrei verið sterk í handavinnu enda hriplak allt saman svo ég hélt á tímabili að gifsið læki af. En það slapp. Hringdi í kaupfélagið og bað blessað fólkið að senda mér allskyns nýlenduvöru hingað heim að dyrum. Heimasætan heldur því til streytu að eiga afmæli á miðvikudaginn þrátt fyrir fötlun móður sinnar.
Lífið heldur áfram og það er strax ein vika búin af þessum sex sem ég þarf að vera í gifsinu. Hér hefur maður gengið undir manns hönd að hjálpa þessari fötluðu fjölskyldu með praktíska hluti eins og koma stúlkunni í leikskólann og heim aftur, elda mat og þetta helst sem þarf að gera. Tengdamamma er búin að vera verndari heimiilisins, búin að redda málum hér ítrekað, Víðihlíðarfjölskyldan tekið að sér áætlunarferðir á Glaðheima, Magga amma sendir kleinur í kílóavís. Þetta er kostuinn við að búa á Íslandi þrátt fyrir kreppuna og harðærið, félagslega netið er ótrúlega öflugt, allavega í kringum okkur hér í túninu.
Nú er undan mörgu að kvarta, s.s. risjóttu veðurfari og svo er ég alls ekki búin að jafna mig á sjokkinu yfir að kannski verði ekki hægt að kaupa Prins Póló, pólska megrunarkexið lengur. Bendi prins pólófíklum á að fá sér maltakex, sem er íslenskt og stenst prinsinu algjörlega snúning eða ganga enn lengra í þjóðerniskennd og skipta yfir í harðfisk eða rófubita í staðinn??
Er búin að vera mjög dugleg í dag, tók klukkustund í að fara í sturtubað, fyrst mátti ég föndra risavaxinn smokk úr laxapoka yfir gifsið. Hef aldrei verið sterk í handavinnu enda hriplak allt saman svo ég hélt á tímabili að gifsið læki af. En það slapp. Hringdi í kaupfélagið og bað blessað fólkið að senda mér allskyns nýlenduvöru hingað heim að dyrum. Heimasætan heldur því til streytu að eiga afmæli á miðvikudaginn þrátt fyrir fötlun móður sinnar.
Lífið heldur áfram og það er strax ein vika búin af þessum sex sem ég þarf að vera í gifsinu. Hér hefur maður gengið undir manns hönd að hjálpa þessari fötluðu fjölskyldu með praktíska hluti eins og koma stúlkunni í leikskólann og heim aftur, elda mat og þetta helst sem þarf að gera. Tengdamamma er búin að vera verndari heimiilisins, búin að redda málum hér ítrekað, Víðihlíðarfjölskyldan tekið að sér áætlunarferðir á Glaðheima, Magga amma sendir kleinur í kílóavís. Þetta er kostuinn við að búa á Íslandi þrátt fyrir kreppuna og harðærið, félagslega netið er ótrúlega öflugt, allavega í kringum okkur hér í túninu.
Athugasemdir
Elsku Sigga mín, gott að það er lífsmark með konunni með fötlunina. Og gott að heyra af sterku neti í kringum ykkur, ekkert er dýrmætara en fólkið í kringum okkur og þau getur kreppan ekki tekið. En varðandi barnaafmæli verð ég að segja að allt annað en barneignir að sumri eru auðvitað skipulagsklúður. Stundum þarf að hugsa 9 mán. fram í tímann. Hér eru barnaafmæli að sumri, alltaf gott veður, grillaðar pylsur og ís á pallinum og málið dautt. Þarf ekki einu sinni að skúra. Þetta var barneigna - og heimilishaldsráð nr. 1. Baráttukveðjur úr Hveró
Ninna Sif (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:57
Gangi ykkur vel Sigga mín! Gott að það er mikið af fólki í kringum ykkur, ég er allt of langt í burtu en sendi bara knús yfir landið í staðinn. Minni á að ef þig vantar að fá útrás að hringja því verra er að kveina við þau sem eru svo elskuleg að hjálpa. HUgsa til þín!
Gugga (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.