Róleg helgi að baki og fjörug framundan

Ég tek engri tilsögn og hvíldi mig um helgina. Í dag var æsilegt kökuboð í tilefni af 9 ára afmæli hinnar elskuðu og dáðu Ingu Einarsdóttur en systkinin í túninu sjá ekki sólina fyrir frænku sinni. Synd að það komu ekki 20 manns í viðbót, því að Írolska undirbjó veilsu fyrir 50 manns.
Messaði í kvöld með Sigga vini mínum presti á Sigló, hann kom með kórinn sinn í messuheimsókn á Krókinn. Ekki góð hugmynd að drekka kaffi og borða marsipantertu kl.21.30. Verð sennilega vakandi fram eftir öllu. Hlakka til að fá Tótann minn heim á morgun og get látið mig fara að hlakka til stíga á skipsfjöl og sigla til Lundúna á fimmtudaginn, júhú.. (já eða fljúga réttara sagt). Margþætt spenna í gangi; t.d. að prófa nýjan Staðarskála, skoða West Minister Abbey, fara á Queen-show..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband