22.6.2008 | 22:08
Tíminn líður, tíminn bíður..
Tíminn líður hægar þegar að maður er að bíða. Ég er að bíða eftir að geta hoppað og skoppað um grundir og hóla. Þetta smá kemur en í mestu rólegheitum.
Krakkakrúttin okkar vilja ekki sofna. Ekki skrítið því að þau fóru seint að sofa bæði föstudags- og laugardagskvöld. Félagslegri þörf minni var fullnægt bærilega um helgina. Inga Heiða skemmtilega frænka mín kom á föstudaginn og gladdi mitt geð, við fengum ljómandi skemmtileg hjón í mat um kvöldið og svo skelltum við okkur með tengdó á sumarhátíð Þroskahjálpar á laugardagskvöld. Systkinin skemmtu sér ótrúlega vel, hoppuðu á trapólíni og létu öllum illum látum. Vorum svo í gamla Lýdó í dag, í vellystingum, lambalæri hjá tengdó og afmæliskaffi í sumarbústaðnum í Saurbæ. Húsbóndinn ber þess nokkurt merki að landsmót hestamanna hefst eftir viku. Ég kalla einkennin hestaeinhverfu eða keppnisathyglisbrest með þjálfunarofvirkni. En svona þarf fólk víst að vera til þess að ná árangri í íþróttum.
Krakkakrúttin okkar vilja ekki sofna. Ekki skrítið því að þau fóru seint að sofa bæði föstudags- og laugardagskvöld. Félagslegri þörf minni var fullnægt bærilega um helgina. Inga Heiða skemmtilega frænka mín kom á föstudaginn og gladdi mitt geð, við fengum ljómandi skemmtileg hjón í mat um kvöldið og svo skelltum við okkur með tengdó á sumarhátíð Þroskahjálpar á laugardagskvöld. Systkinin skemmtu sér ótrúlega vel, hoppuðu á trapólíni og létu öllum illum látum. Vorum svo í gamla Lýdó í dag, í vellystingum, lambalæri hjá tengdó og afmæliskaffi í sumarbústaðnum í Saurbæ. Húsbóndinn ber þess nokkurt merki að landsmót hestamanna hefst eftir viku. Ég kalla einkennin hestaeinhverfu eða keppnisathyglisbrest með þjálfunarofvirkni. En svona þarf fólk víst að vera til þess að ná árangri í íþróttum.
Athugasemdir
Takk fyrir síðast, alltaf gaman að hitta þig!
Í næstu heimsókn skulum við setjast út í garð með nesti og nota nýja undratækið (hnífur, gaffall og skeið, allt í einni græju)
Inga Heiða (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:03
Já auðvitað! Ég gleymdi að tíunda að mér barst gjöf frá Ingu Heiðu, merkjavara meira að segja, bráðnauðsynlegt útileguhnífaparasett:-)
Sigríður Gunnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.