5.6.2008 | 22:57
Fátt er svo með öllu illt
Ég þarf ekkert að vandræðast með það hvort að ég eigi að fara í kvennahlaupið eða ekki. Ætli sé ekki komið að því augnabliki í lífi mínu þar sem ég hef enga afsökun fyrir að læra ekki á gítar? Ég er búin að horfa meira á sjónvarpið s.l. daga en samtals í marga mánuði. Kom að því að ég fékk eitthvað fyrir afnotagjöldin.
Hingað kom engill af himni sendur. Eða frá Akureyri, réttara sagt. Það er frábært að vera komin með "stúlku" þó til bráðabirgða sé. Kristbjörgin ber nafn með rentu.
Hingað kom engill af himni sendur. Eða frá Akureyri, réttara sagt. Það er frábært að vera komin með "stúlku" þó til bráðabirgða sé. Kristbjörgin ber nafn með rentu.
Athugasemdir
Hafðu alla mína samúð Nafna mín, mikið getur maður þurft að framkvæma e-ð alveg sérstakt Þegar maður er óvígur.
En sælir eru þolinmóðir og heimalingarnir til að snúast í kringum mann eða hvað? Það var verst með kvennahlaupið, þið voruð alltaf svo sportlega þenkjandi þið Gunna,Ha,ha,ha.
Sigga G. (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.