7.5.2008 | 10:24
Hvers á kynslóðin mín að gjalda?
Í gamla daga (þ.e.a.s þegar ég var lítil) var ekki rekinn áróður fyrir brjóstagjöfum. Ungabörnum var gefinn stappaður saltfiskur með kartöflum og skyr frá nokkra vikna aldri. Kannski ekki nema að von að við séum vitlaus?
Ég er svo heppin að mjólka vel og börnin mín þömbuðu móðurmjólk í eitt og hálft ár. Þau eru mjög greind og sennilega miklu gáfaðari en foreldrarnir.
Ég er svo heppin að mjólka vel og börnin mín þömbuðu móðurmjólk í eitt og hálft ár. Þau eru mjög greind og sennilega miklu gáfaðari en foreldrarnir.
Áhrif brjóstamjólkur á greind barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér áður fengu bara fátækustu börnin brjóstamjólk. Þetta þótti ekki par fínt.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.5.2008 kl. 10:27
"Ég er svo heppin að mjólka vel".... alltaf fjölgar kostum þínum Sigríður mín sem maður getur talið upp...
Húsfreyjan á Steini (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:41
Það hefði líklega ekki verið haldið í mig í fjósinu. Mjólkaði illa, ætli ég þurfi því ekki að panta námsaðstoð fyrir börnin í framtíðinni hehehhe
Gugga (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:55
Ja, hérna, ekki ætla ég að hafa mína fjölmörgu og fjölbreytilegu kosti út af fyrir mig. Ónei.
En mamma er reyndar að íhuga málsókn á hendur dóttur sinni. Sannleikurinn er sá að ég fékk víst móðurmjólk í brúsatali. Það kemur klárlega heim saman við kenninga um áhrif brjóstamjólkur á greind barna
Sigríður Gunnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.