Krabbó

Alltaf er nú gott að vera búin að fara í krabbameinsskoðun. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað í kjölfar krabbameinsleitar. Sumar konur vilja ekki fara í skoðun hér heima og fá sér tíma í Skógarhlíðinni. Þegar að ég var nýbyrjuð í háskólanum, rúmlega tvítug fór ég í skoðun þar syðra. Sem er ekki í frásögur færandi. Ég spurð hvort að mér sé sama um að læknakandidat sé viðstaddur. Jú, mér slétt sama. Nema hvað svo er mér vísað inn í skoðunarstofuna af hjúkrunarfræðingnum og gamall og gráhærður læknir gengur inn á undan mér og fast á hæla honum, ungur maður í hvítum slopp. Ég fékk snert af bráðkveddu og stundi upp við hjúkkuna að ég væri búin að skipta um skoðun, ég vildi ekki hafa kandidat að horfa á. Ungi maðurinn var skólabróðir minn úr framhaldsskóla og mig langaði alls ekki að hafa hann viðstaddan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ouch, mikið skil ég þig. Þetta hefur verið mjög neyðarlegt.

Sigurlaug B. Gröndal, 27.2.2008 kl. 11:28

2 identicon

ahaha, mikið skil ég þig. Hefði ekki látið hafa mig í þetta!!

Helga Sjöfn (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Við Hugrún vorum einmitt að velta svona aðstæðum fyrir okkur. Nágranni okkar hér í Stavnsvej er í læknisfræði og var í praktík á fæðingardeild um tíma og fylgdist með mörgum keisaraskurðum, held að við hefðum ekki viljað hafa hann inni þegar Heba fæddist.

Hugsa reyndar að hann hefði skilið það líka

Rúnar Birgir Gíslason, 27.2.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Snert af bráðkveddu! hehehehe  ..

Skil þetta vel .. ég lendi nú yfirleitt í misskemmtilegum ævintýrum þarna á Krabbó, en hef látið mig hafa það! ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband