Öll laugardagskvöld lífisins

Alltaf hefur viljað loða mig að gera hlutina á síðustu stundu. Ég var að ljúka við prédikun fyrir morgundaginn. Um kanversku konuna. Ekki kínversku konuna eins og segir í Mogganum, hef ekki enn rekist á neitt um kínverskar konur í Matteusarguðspjalli en reyndar var ég með gömlu þýðinguna.
Einu sinni hitti ég stelpu sem var mikil KFUM&K kona og ég man að hún sagðist ekki hafa farið í guðfræði vegna þess að hún ætlaði ekki að eyðileggja öll laugardagskvöld lífs síns. Mér fannst þetta rosalega fyndið en verður þó stundum hugsað til hennar þegar ég er að skrifa á laugardagskvöldum. Ég skal segja ykkur að oftast finnst mér mjög gaman að skrifa ræður, þannig að laugardagskvöldin eru síst lakari en önnur kvöld. En kemur svo sem í veg fyrir að ég vinni afrek í skemmtanalífinu og heldur mér frá áfengisbölinu um leið.
Þetta hefur verið algjör letidagur, blessunin hún tengdamamma kom og bauð börnunum í gistingu fram í sveit. Við hjónakornin fórum í sund og höfðum það huggulegt. Tamningamaðurinn er að undirbúa sig fyrir ráðstefnu suður í Þýskalandi um næstu helgi, þannig að það var kærkomið að fá næði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Ha, ha, ha, fyndin prentvilla - kínverska konan! ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.2.2008 kl. 21:05

2 identicon

Sæl Sigríður. Þegar ég var ungur prestur þá var ég oft að semja á laugardagskvöldum og fram á nótt (gerist stundum enn).  Sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup sagði mér að venja mig af þessu, því að með aldrinum hefði maður ekki orku í að vinna hlutina svona. Nú veit ég að þetta var rétt hjá honum og þú skalt venja þig af þessu sem fyrst (a.m.k. fyrir þrítugt).

Skondið með þessa kínversku. En kannski mundi sagan tala betur inn í okkar samtíð ef hún væri kínversk? - Spurning. Kveðja GG.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:30

3 identicon

Smá viðbót.

Hér var prédikað í gær út frá Mark.9.14-29. Margt þar sem gott er að muna eftir, sérstaklega v. 23 og 29. Presturinn sagði að sannasta og kristilegasta bæn allra tíma væri v.24: "Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni." - Ég er ekki frá því að þetta sé rétt hjá honum.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband