30.11.2007 | 11:50
Fullkominn Söru tími
Hvenær á ég að gera sörurnar? Ég verð að gera sörur, þær eru svo hrikalega góðar. Það er erfitt að finna rétta tíma til sörubaksturs. Í fyrsta lagi, er það mjög tímafrekt og ég hef svo sem enga ofgnótt af tíma frekar en aðrir. Í örðu lagi má það ekki gerast of snemma því heimilisfólkið er sjúkt í sörur og því oft farið að minnka í bauknum þegar sjálf jólin koma. Einu sinni merki merki ég boxið með sörunum TÓLG. Ég hef aldrei á minni lífs fæddri ævi átt tólg en man eftir að hafa rekist á rækilega merkta tólg í frystinum hjá mömmu. Var hálft í hvoru að reyna að villa um fyrir sjálfri mér og Tóti keyti þetta lúalega trix alveg. Svo komst það auðvitað upp um síðir eins og flest svik. Hjörsi heitinn sagði mér oft mjög skemmtilega sögu af manni sem fékk engar jólagjafir. Hann ákvað því að gefa sér sjálfur gjöf og pakkaði inn og til að koma sér á óvart skrifaði hann "skrúfjárn" utan á pakkann. Varð svo hissa og glaður þegar að hann fékk bók.
Athugasemdir
Þetta ráð væri reynandi... er alltaf í vandræðum með að verja laufabrauðið fram að jólum
Kv. Alma
Alma (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.