27.11.2007 | 19:12
Pizzubotn eins og Alma gerir
Nú má Ragnar Freyr fara að vara sig, þegar hagsýna húsmóðirin eys af sínum viskubrunni:
Kryddaður pizzubotn
500 700 gr. hveiti
2 bréf (lítil) þurrger
2 msk. matarolía
1 2 tsk salt
½ tsk. hvítlauksduft
- ½ tsk. hvítlaukspipar
- ½ tsk. Povencale frá Knorr ( þetta tvennt þarf ekki að vera en er mjög gott)
Volgt vatn
- Setjið þurrefni saman í skál
- bætið matarolíu og kryddi út í
- blandið volgu vatni í eftir þörfum og hnoðið þannig að deigið haldist saman.
Deig er sett í skál með loki. Skálin er sett í vel volgt vatn og látið hefa sig í ca. 30 60 mínútur. Á meðan deig er að hefast er álegg og grænmeti skorið smátt niður. Þegar deigið hefur hefað sig nægilega mikið er það tekið úr skálinni og hnoðað í það hveiti ef þörf er á. Breiðið það út með höndunum og setjið í vel smurða ofnskúffu. Pizzusósa er sett ofan á ásamt því sem þú vilt hafa ofan á þinni pizzu. Dreifið rifna ostinum þar ofan á. Bakist við 200 °c í ca 20 30 mínútur eða þar til ostur og kantar fara að fá ljósbrúnan lit.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta frú Sigríður húsfreyja. Þetta verður prófað. Mér finnst reyndar líka ótrúlega gott að grilla pizzur á útigrilli, þ.e. þegar veður leyfir, helst lokaðar, þ.e. hálfmánapizzur. Sesamfræ í botninum, ofan á eða inn í sósa, hráskinka, kirsuberjatómatar, parmesan og mozzarella, og þegar pizzan er komin af grillinu set ég ofan á rucola salat og furuhnetur
Ninna Sif (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:52
Þessi er komin í uppskiftamöppuna
Edda (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 21:43
Ammi nammi namm.
Takk fyrir uppskriftina!
Árni Svanur Daníelsson, 27.11.2007 kl. 23:16
Girnilegt og líka þessi á útigrillið spurning um að tékka á því...
Ég geri alltaf sjálf sósuna, með niðursoðnum tómötum (hökkuðum), pipar, oregano, basiliku, steinselju og öðru sem mér dettur í hug þann daginn....mjög gott :o)
Marta (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.