Pizza með sögu og sál

Skelltum okkur í Tungu og skárum út laufabrauð af miklum móð. Þórgunnur pikkaði kökurnar samviskusamlega með gaffli. Laufabrauðsgerð markar upphaf jólaundirbúningsins.
Þegar heim var komið hafði ég ekki fengið meira af flatbrauði en svo að ég ákvað að baka pizzu í kvöldmatinn. Heimatilbúnar pizzur eru sjálfsagt afar ólíkar ekta ítölskum pizzum en ég geri mér enga rellu út af því. Loksins er ég komin upp á lag með gera þokkalegar flatbökur, enda komin á fertugsaldur eins og alkunna er.
Ég nota þrjár mismundandi uppskrifir að botni. Botn eins og Laufey gerir, sem er hefðbundinn grófur gerbotn var fyrir valinu í kvöld. Svo geri ég oft botn eins og Sobba kenndi mér, hann er með lyftidufti í staðinn fyrir lifandi ger, nú eða kryddaðan botn að hætti Ölmu. Ef að tilbúin pizzusósa er ekki til, sem er sjaldnast, þá sýð ég sósu eftir uppskrift frá Gunna Steingríms, þeim mæta guðfræðingi. Uppistaðan er tómatpúre úr dós, kryddað með hvítlauk, oregano, basilikum, pipar og salti og smá púðursykri. Ofan á pizzuna fer svo það sem er til hverju sinni. Í dag lenti þar skinka, ananas, bananar, ólífur, paprika, púrrulaukur og grænn pipar og úrval af ost afgöngum úr ísskápnum.
Ég hugsa hlýlega til þessara pizzu vina minna meðan ég er að koma þessu öllu heima og saman og inn í ofn og pizzan bregst ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson


Þú mátt endilega deila uppskriftum að botnunm með okkur sem lesum bloggið þitt, ég hef verið á leiðinni að heimabaka pizzur og vantar einmitt góða uppskrift að botni - og sálarbotnar með sögu eru klárlega betri en sálar- og sögulausir :)

Árni Svanur Daníelsson, 25.11.2007 kl. 22:16

2 identicon

Banani ?????

Anna Birna (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 08:37

3 identicon

Ég fékk alveg vatn í munninn þangað til ég las BANANAR það er ekki neitt fyrir mig..... Hlakka til að sjá þig hvenær sem það verður mín kæra...

Kærar kveðjur í kotið

Gunna (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 10:02

4 identicon

Játning!  Ég hef aldrei búið til pizzu :( 

Endilega skelltu nú uppskriftinni á bloggið ..... og þá fer ég kannski bara að æfa mig :) 

Inga Heiða (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 10:48

5 identicon

Já, en bananar, Sigríður, það barasta er ekki sniðugt! Hins vegar erum við mæðginin komin upp á lag með ferskan íslenskan mozzarella og gjarnan parmesan í bland ofan á. Algert lostæti.

Kv.

Laufey

Laufey (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 21:00

6 identicon

En hafið þið prófað rjómaost? 

kv.

Alma

Alma (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 00:08

7 identicon

Rjómaostur er snilld á pizzu en skrýtnasta pizza sem ég hef smakkað var eitt sinn þegar ég var stödd í Dyflinni og fékk þar pizzu sem var með kjúkling, kartöflum og churney....áhugaverð og alls ekki slæm....

Annars geri ég oftast mínar pizzur sjálf þær eru bara bestar þannig :o)

Marta (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband