Ökutímar & Óvitar

Skruppum á Akureyri í leikhús á laugardagskvöldið og sáum Ökutíma. Við vorum bæði mjög hrifin af sýningunni, leikararnir stóðu sig ofsalega vel, leikmyndin var flott og tónlistin tær snilld. Las gagnrýni í Mogganum um sýninguna í dag, mér finnst alltaf svo skemmtilegt að lesa gagnrýni, hvort sem hún er um bíómyndir, bækur eða listviðburði. Ég hnaut um eitt í gagnrýninni en það var athugasemd um aukaleikararna, "gríska kórinn". Gagnrýnandanum fannst gríski kórinn full grínaktugur og minnka á trúverðugleika aðalpersónunnar. Þegar að verið að fjalla um jafn alvarlega hluti og kynferðislega misnotkun, þá þarf maður á smá léttleika að halda. Mér fannst nógu margir vera að berjast við tárin samt. Guð gaf manninum húmor til þess að hann lifði af.
Feðgarnir skelltu sér svo norður seinni partinn í gær að sjá Óvitana. Skemmst er frá að segja að báðir skemmtu sér hið besta enda Íris mamma og Tungubörnin með í för.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar værum við án húmorsins????????

Edda (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:47

2 identicon

Elsku Sigga mín, ég vona að þú hafir húmor fyrir því hvað ég hef dregið það lengi að hafa samband;)  Stefni að bót og betrun hið fyrsta.  Ástarkveðjur úr roki og rigningu í Ölfusi.

Ninna Sif (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:26

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sammála þessu með húmorinn, alveg sérstaklega.

Ragnar Bjarnason, 6.11.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband