9.9.2007 | 23:00
Haustlita helgarferð hjóna
Við hjónakornin dvöldum í góðu yfirlæti á Sel-Hótel Mývatni um helgina. Mývatnssveitin er ofboðslega falleg í haustlitunum en mig rekur ekki minni til að hafa komið þangað á þessum árstíma fyrr. Við töltum upp á Hverfjall, lágum í Jarðböðum og tíndum ber svo eitthvað sé nefnt.
Eymundur Ás var hjá frændsyskinum sínum í Tungu og brallaði þar ýmislegt að vanda (sjá nýjustu mynd). Þórgunnur fór í Stafsrétt með ömmu sinni í Saurbæ.
Eymundur Ás var hjá frændsyskinum sínum í Tungu og brallaði þar ýmislegt að vanda (sjá nýjustu mynd). Þórgunnur fór í Stafsrétt með ömmu sinni í Saurbæ.
Athugasemdir
úúú ... en rómó Frábær mynd af litlu uppvakningunum .. hefði ekki viljað mæta þessu gengi í myrkri!
Inga Heiða (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:56
Heitir það ekki Stafnsrétt Sigga?
Eftir bænum Stafni í Svartárdal.
Bara svo Lýtingarnir fari ekki að bögga þig.
Rúnar Birgir Gíslason, 10.9.2007 kl. 12:26
Sæl Sigríður. Gunnar á L.mýri sagði mér frá síðunni þinni. Gott að hafa gleðigjafa í einsemdinni. Takk fyrir frábæra bangsasögu. Held að margar konur sjái sig sem bangsamömmu. Kveðju úr Glaumbæ.
Þuríður Þorbergsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:22
Jú, velkomnir allir nýir lesendur og málverndarsinnar Stabbnsrétt er réttilega ekki rétt stafsett hjá Rúnar, takk fyrir ábendinguna. S T A F N S rétt...
Sigríður Gunnarsdóttir, 11.9.2007 kl. 12:33
hmmm??? hvað hefur Stafn með Lýtinga að gera??
kveðja
Lýtingur
Lýtingur (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:48
Fara Lýtingar ekki í Stafnsrétt?
Ok líka Seylhreppingar og Svartdælingar.
Hvað veit ég, við Sigga fórum bara í Silfrastaðarétt
Rúnar Birgir Gíslason, 12.9.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.