5.9.2007 | 15:06
Símaat
Mikið svakalega tókst Símanum að stuða mig með farsímaauglýsingunni. Ég sá hana í Moggnanum og mér kross brá. Svo sé ég sjónvarpsauglýsinguna um kvöldið og hún hafði ekki nærri eins mikil neikvæð áhrif, hún er bara kjánaleg, ótrúverðugur Jesú og enn asnalegri Júdas. Ég er dálítið hissa á Jóni Gnarr að fara þessa leið, hélt að hann bæri meiri virðingu fyrir hinu heilaga en þetta. En hvað veit ég?
Athugasemdir
Já, þetta kom með töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess fjaðrafoks sem varð í kringum grín Spaugstofunnar hér um árið. En þeir vildu fá athygli og umfjöllun og fengu hana! Tek það fram að auglýsingastofan "mín" stendur ekki fyrir þessu. Auglýsingin var rædd í markaðsfræði í skólanum í gær og flestum fannst hún í lagi og vera fyndin. Eins gott að Múhammeð var ekki í auglýsingu!! Tímarnir breytast og mennirnir með .. greinilega!
Inga Heiða (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.