Businn minn

Í Fjölbraut í gamla daga var hægt að kaupa sér busa. Ég keypti mér busa, eftir að hafa sjálf verið busi tvö ár í röð af því að ég skipti um framhaldsskóla. Ég valdi mér gæðalegan pilt frá Hvammstanga sem heitir Siggi. Hann þreyf bílinn fyrir mig og gerði önnur viðvik sem ég bað hann um. Síðan var Siggi busaður eins og aðrir. Ég sá mynd af honum í Bændablaðinu um daginn og sagði við Tóta: Þarna er businn minn; það er lífstíðareign að eignast busa.
mbl.is Skólameistari MÍ segir busun hafa farið úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var sama vesenið á frænku þinni .. tvisvar sinnum busi.  Mér er það mjög minnisstætt þegar ég var boðin upp á busauppboðinu.  Við vorum seld í einni kippu, ég, Hildur Jónz og ungur drengur sem fór afskaplega lítið fyrir.  Það var slegist um okkur og við stóðum uppi sem dýrustu busarnir og það gerði heilmikið fyrir sjálfstraust okkar Hildar ..... þangað til að við komumst að því að þeir sem keyptu okkur höfðu ENGAN áhuga á okkur ... vildu bara kaupa litla bróður einhvers í hópnum til að níðast á !!!  Það góða við þetta var að við Hildur þurftum fyrir vikið ekki að gera handtak en þetta situr enn á sálinni minni....

Inga Heiða (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband