Orkedíur

Stundum hef ég ekki vit á að halda mér til hlés. Fór í blómabúð sem ekki er í frásögur færandi. Voðalega margt falleg í blómabúðinni, m.a. blómstrandi orkedíur. Ég segi við afgreiðslukonuna: Ég er búin að eiga orkedíu í mörg ár og hún blómstrar alltaf en samt virðist engin mold vera í pottinum og ég man næstum aldrei eftir að vökva hana. Afgreiðslukonan svarar: Orkedíur eru sníkjublóm og verða fallegri eftir því sem verr er farið með þær.
Virðist henta mér ágætlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá held ég að orkídeur séu alveg upplögð blóm fyrir mig.  Enda fær Magga amma alltaf sjokk þegar hún sér aumingja blómin mín.  Held líka að ég sé eina manneskjan á Íslandi sem hefur tekist að drepa aloe vera jurt, sem á víst að vera ódrepandi...

Ásta (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband