Í austurvegi

IMG 0152Skelltum okkur á Borgarfjörð eystri um helgina. Þar var allt að róast, engin Bræðsla eða Álfaborgarsjens. Þangað ætla ég aftur, helst í gönguferð með vinkonum mínum og Tóta datt í hug að fara í hestaferð en mér finnst vegurinn yfir Vatnsskarð ekki svo æðislegur að mig langi að vera með hesta í kerru aftan í bílnum.

Þarna erum við á leið í Breiðuvík, líklega upp á Gagnheiði. Sem betur fer var þoka, því að vegurinn var verulega brattur og beyjurnar það krappar að stundum þurfti að bakka til að ná þeim. En þokan fór um leið og við komum niður í Breiðuvíkina og þaðan fórum við yfir Víknaheiði og aftur til Borgarfjarðar. Eigum Loðmundarfjörð til góða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband