Á þjóðlegum nótum

Jæja, við unnum júróvisjón. Svona hér um bil. Af því að ég er svo svartsýn að eðlisfari, þá bjóst ég alls ekki við þessum glimrandi árangri.
Ég er annars ágæt, fyrir utan kinnholubólgu sem senn mun verða að láta í minni pokann fyrir sýklalyfjum. Átti ánægjulega dvöl í Kaupmannahöfn um síðustu helgi ásamt börnunum og móður minni. Það var rosalega gaman að hitta Árna og fjölskyldu og Eymundur Ás vildi ekki fara heim og sagðist vilja vera áfram í sól og sumaryl. Í hvert sinn sem ég fer til Danmerkur langar mig að flytja þangað. Svo rennur þetta af mér þegar að ég kem heim aftur, ég fer í ullarsokkana og held áfram að vera þjóðlegur Íslendingur.
Á sunnudagskvöld er óvenjuskemmtileg messa í Sauðárkrókskirkju. Þar verða sungin þjóðlög frá hinum ýmsu löndum, þ.e.a.s sálmar við þjóðlög. Gítar og nikka verða dregin fram, ásamt helstu alþýðutónlistarmönnum í bænum, Ægi og Sillu Vordísi. Ég hlakka til og vona að sjá sem flesta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff hvað ég skil hann Eymund Ás vel að vilja vera áfram í sól og sumaryl, sumargleðin má alveg fara að gera vart við sig. Hér sunnan heiða hefur mér hreinlega fundist fremur haustlegt undanfarna daga en þetta hlýtur allt að fara að koma :)

Edda (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, ég held að þjóðin hafi upplifað það að við sigruðum, bara með að komast upp! Góðan bata af kinnholubólgunni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband